Plastbitarnir á stærð við mannsnögl Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 10:46 Ein af vörunum sem Nói Siríus hefur innkallað. Plastbitarnir sem fundist hafa í súkkulaðistykkjum frá Nóa Siríusi eru á stærð við mannsnögl. Þeir hafa þó aðeins fundist í fimm súkkulaðistykkjum af þeim 150 þúsund sem hafa verið innkölluð og teljast ekki hættulegir, að sögn framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar. Þá hefur innköllunin haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar. Nói Siríus hefur innkallað súkkulaði frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Kanada vegna plastsins. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var höfð víðtækari en nauðsyn krafði í varúðarskyni. Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að plastbitarnir væru á stærð við mannsnögl. „Þeir eru vel sjáanlegir. Af því að þeir eru litríkir. Þetta kemur úr formunum sem súkkulaðið er mótað í,“ sagði Auðjón. „Þetta er mjög óvanalegt atvik sem kom upp á. Mótin eru dregin áfram að keðju og það varð aðeins slaki á bita af keðjunni sem olli því að skarst úr móti, þetta er lengst inni í vélinni, þrátt fyrir verulegt eftirlit.“ Þá kvað Auðjón að haft hefði verið samband við framleiðanda vélanna tafarlaust og útsendarar hefðu komið þaðan og lagað bilunina. Innköllunin hafi jafnframt þegar haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar, bæði vegna magns hráefnis sem fari í að bæta fyrir innköllunina auk tímans sem taki að framleiða allt súkkulaðið. Farga þarf súkkulaðinu sem er innkallað samkvæmt reglum. „Þetta er kannski gallinn við að vera stórframleiðandi. Þá verður mikið magn undir og við líka ákváðum það í varúðarskyni að við stækkuðum innköllunina umfram það sem kannski myndi teljast nauðsynlegt, við vildum ekki taka áhættuna með það,“ sagði Auðjón. Viðtalið við Auðjón má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Innköllun Matur Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Plastbitarnir sem fundist hafa í súkkulaðistykkjum frá Nóa Siríusi eru á stærð við mannsnögl. Þeir hafa þó aðeins fundist í fimm súkkulaðistykkjum af þeim 150 þúsund sem hafa verið innkölluð og teljast ekki hættulegir, að sögn framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar. Þá hefur innköllunin haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar. Nói Siríus hefur innkallað súkkulaði frá Íslandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Kanada vegna plastsins. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var höfð víðtækari en nauðsyn krafði í varúðarskyni. Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríusar ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að plastbitarnir væru á stærð við mannsnögl. „Þeir eru vel sjáanlegir. Af því að þeir eru litríkir. Þetta kemur úr formunum sem súkkulaðið er mótað í,“ sagði Auðjón. „Þetta er mjög óvanalegt atvik sem kom upp á. Mótin eru dregin áfram að keðju og það varð aðeins slaki á bita af keðjunni sem olli því að skarst úr móti, þetta er lengst inni í vélinni, þrátt fyrir verulegt eftirlit.“ Þá kvað Auðjón að haft hefði verið samband við framleiðanda vélanna tafarlaust og útsendarar hefðu komið þaðan og lagað bilunina. Innköllunin hafi jafnframt þegar haft áhrif á páskaeggjaframleiðslu Nóa Siríusar, bæði vegna magns hráefnis sem fari í að bæta fyrir innköllunina auk tímans sem taki að framleiða allt súkkulaðið. Farga þarf súkkulaðinu sem er innkallað samkvæmt reglum. „Þetta er kannski gallinn við að vera stórframleiðandi. Þá verður mikið magn undir og við líka ákváðum það í varúðarskyni að við stækkuðum innköllunina umfram það sem kannski myndi teljast nauðsynlegt, við vildum ekki taka áhættuna með það,“ sagði Auðjón. Viðtalið við Auðjón má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Innköllun Matur Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20
Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09
Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríus séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. 20. janúar 2020 06:28
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13