Körfubolti

Notaði stól sem vopn í miklum slagsmálum í bandaríska háskólaboltanum í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Silvio De Sousa með stól að vopni í miðjum slagsmálunum. Hann gerði ferli sínum engan greiða með hegðun sinni.
Silvio De Sousa með stól að vopni í miðjum slagsmálunum. Hann gerði ferli sínum engan greiða með hegðun sinni. Getty/Jamie Squire

Allt varð vitlaust í lok leiks Kansas skólanna í bandaríska háskólaboltanum í nótt og bandarískir miðlar hafa birt allskonar myndbönd af öllum látunum.

Kansas vann þarna 81-60 sigur á Kansas State í leiknum og urðu slagsmálin í lok leiksins.

Kveikjan var þegar Silvio De Sousa, framherji sigurliðsins í Kansas, varði skot DaJuan Gordon hjá Kansas State með tilþrifum og stóð síðan yfir honum á eftir.

Í framhaldinu ruku leikmenn úr báðum liðum til þeirra og úr urðu ljót slagsmál sem tók langan tíma að leiða til lykta.



Forsaga atviksins var kannski aðeins lengi. Leikmenn Kansas State tóku áður boltann af Silvio De Sousa þegar hann var að láta tímann renna út. Hann var ekki sáttur með að fá ekki að rekja boltann úr leikinn eins og er venjan þegar leikurinn er löngu unninn.

Silvio De Sousa fékk útrás fyrir reiði sína með því að gera lítið úr leikmanni Kansas State, fyrst með því að verja skotið hans með látum en svo með því að standa yfir þessum unga stráki í Kansas State sem er á sínu fyrsta ári í skólanum.

Silvio De Sousa var manna brjálaðastur og lét hnefahöggin dynja á mönnum. Hann var líka kominn með stól sem vopn í miðjum slagsmálunum eins og sést á myndum. Sem betur fer náði aðstoðarþjálfari liðsins, Jerrance Howard, að taka stólinn af De Sousa áður en hann stórslasaði ekki menn.

Það tók nokkrar mínútur að stilla til friðar en það tókst eftir að þjálfara liðanna fengu öryggisverði og fleiri til að róa menn niður.



Atvikið varð áður en leiklukkan rann út. Eftir dágóðan tíma þurftu því leikmenn að koma aftur út á völlinn til að klára síðustu sekúndu leiksins. Kansas State endaði leikinn á því að taka tæknivíti.

Hér fyrir neðan má sjá myndband ESPN af öllum látunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×