Ólafur Stefánsson um íslenska handboltalandsliðið: Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 08:30 Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðnu og skorar hér eitt af 1579 mörkum sínum fyrir A-landsliðið að þessu sinn á ÓL í London 2012. Getty/Jeff Gross Ólafur Stefánsson hefur mikla trú á bjartri framtíð íslenska handboltalandsliðsins þrátt fyrir að liðið hafi gefið mikið eftir í seinni hluta Evrópumótsins í handbolta. Ólafur gerði upp Evrópumótið í viðtali við Ríkisútvarpið en hann sjálfur spilaði með landsliðinu í tvo áratugi og var um tíma markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Íslenska liðið sýndi styrk sinn með því að vinna Dani og Rússa í fyrstu tveimur leikjunum og Ólafur segist þá hafa verið að vonast eftir leikjum um verðlaun. „Sérstaklega eftir Danaleikinn og líka fyrir mótið þá var ég svona að vona og hélt að við myndum bara fara í undanúrslit jafnvel, eða fimmta, sjötta sæti - eitthvað svoleiðis. Það var svona mín tilfinning, án þess að ég væri að gefa það mikið út,“ sagði Ólafur í viðtali við Rúv. Íslenska landsliðið er að hans mati til alls líklegt í framhaldinu enda að mati Ólafs með allt sem þarf í gott handboltalið. „Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt, við erum komnir með rosalega flotta karaktera af strákum og það sem ég segi í raun og veru við þá er: Þið eruð allir góðir, jafnvel betri. Ég meina Haukur Þrastarson er bara vel betri heldur en ég var á hans aldri. Sama með Aron, Janus og Viktor,“ sagði Ólafur. Hann er á því að aðeins strákarnir sjálfir geti stoppað sig næstu árin. Ólafur fagnar líka innkomu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar og sparar ekki yfirlýsingarnar þar. „Hann [Viktor] verður líklega besti markvörður sem við höfum átt, með allri virðingu fyrir Einari Þorvarðarsyni eða fleirum. Þetta verður líklega besti markvörður sem við höfum átt ef hann helst heill og karakterinn. Það er líka svona smá refur í honum og ef hann kemst út fyrir óttann sinn. Hann er að gera allt og hann er að vaxa. Það að hafa svona markmann með okkur næstu tíu, fimmtán ár - það á að gefa öllum hinum byr yndir báða vængi,“ sagði Ólafur en það smá sjá allt viðtalið við hann hér. EM 2020 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Ólafur Stefánsson hefur mikla trú á bjartri framtíð íslenska handboltalandsliðsins þrátt fyrir að liðið hafi gefið mikið eftir í seinni hluta Evrópumótsins í handbolta. Ólafur gerði upp Evrópumótið í viðtali við Ríkisútvarpið en hann sjálfur spilaði með landsliðinu í tvo áratugi og var um tíma markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Íslenska liðið sýndi styrk sinn með því að vinna Dani og Rússa í fyrstu tveimur leikjunum og Ólafur segist þá hafa verið að vonast eftir leikjum um verðlaun. „Sérstaklega eftir Danaleikinn og líka fyrir mótið þá var ég svona að vona og hélt að við myndum bara fara í undanúrslit jafnvel, eða fimmta, sjötta sæti - eitthvað svoleiðis. Það var svona mín tilfinning, án þess að ég væri að gefa það mikið út,“ sagði Ólafur í viðtali við Rúv. Íslenska landsliðið er að hans mati til alls líklegt í framhaldinu enda að mati Ólafs með allt sem þarf í gott handboltalið. „Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt, við erum komnir með rosalega flotta karaktera af strákum og það sem ég segi í raun og veru við þá er: Þið eruð allir góðir, jafnvel betri. Ég meina Haukur Þrastarson er bara vel betri heldur en ég var á hans aldri. Sama með Aron, Janus og Viktor,“ sagði Ólafur. Hann er á því að aðeins strákarnir sjálfir geti stoppað sig næstu árin. Ólafur fagnar líka innkomu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar og sparar ekki yfirlýsingarnar þar. „Hann [Viktor] verður líklega besti markvörður sem við höfum átt, með allri virðingu fyrir Einari Þorvarðarsyni eða fleirum. Þetta verður líklega besti markvörður sem við höfum átt ef hann helst heill og karakterinn. Það er líka svona smá refur í honum og ef hann kemst út fyrir óttann sinn. Hann er að gera allt og hann er að vaxa. Það að hafa svona markmann með okkur næstu tíu, fimmtán ár - það á að gefa öllum hinum byr yndir báða vængi,“ sagði Ólafur en það smá sjá allt viðtalið við hann hér.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira