Handbolti

Byggðu stúkuna úr vinnupöllum og spila úrslitaleikina á EM í handbolta í fótboltahöll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Kristensen segir frá og sýnir Tele2 Arena í Stokkhólmi sem hefur verið breytt úr fótboltaleikvangi í handboltahöll.
Thomas Kristensen segir frá og sýnir Tele2 Arena í Stokkhólmi sem hefur verið breytt úr fótboltaleikvangi í handboltahöll. Skjámynd/Twitter

Svíar ætla sér að setja nýtt áhorfendamet í úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta á sunnudaginn og ger það með því að setja handboltavöllinn inn í fótboltaleikvang og byggja heila stúku úr vinnupöllum.

Undanúrslitin á EM í handbolta fara fram í dag og þar keppa Noregur, Króatía, Spánn og Slóvenía um það að komast í sjálfan úrslitaleikinn um Evrópumeistaratitilinn sem fer fram á sunnudaginn.

Milliriðlarnir voru spilaðir í Malmö í suður Svíþjóð og í Vín í Austurríki en nú hafa menn fært sig norður til Stokkhólms.

Leikir um sæti fara allir fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi þar sem fótboltaliðin Djurgårdens IF og Hammarby IF spila heimaleiki sína í sænsku deildinni.

Áhorfendametið í úrslitaleik EM er síðan 2012 þegar Danir unnu heimamenn í Serbíu í úrslitaleik í Belgrade Arena en alls komu 19.800 manns á þann leik.

Svíar vonast til að fá 22 þúsund manns á úrslitaleikinn á sunnudaginn þar af verða átta þúsund þeirra í nýrri stúku sem var sett upp sérstaklega fyrir þessa leiki og verður síðan tekin niður eftir helgina.

Danski sjónvarpsmaðurinn Thomas Kristensen á TV2 setti myndband inn á Twitter-síðu sína í dag og þar má sjá hvernig Svíarnir fóru af því að byggja nýja tímabundna átta þúsund manns stúku úr vinnupöllum. Myndbandið er aðgengilegt hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×