Handbolti

Byggðu stúkuna úr vinnupöllum og spila úrslitaleikina á EM í handbolta í fótboltahöll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Kristensen segir frá og sýnir Tele2 Arena í Stokkhólmi sem hefur verið breytt úr fótboltaleikvangi í handboltahöll.
Thomas Kristensen segir frá og sýnir Tele2 Arena í Stokkhólmi sem hefur verið breytt úr fótboltaleikvangi í handboltahöll. Skjámynd/Twitter

Svíar ætla sér að setja nýtt áhorfendamet í úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta á sunnudaginn og ger það með því að setja handboltavöllinn inn í fótboltaleikvang og byggja heila stúku úr vinnupöllum.

Undanúrslitin á EM í handbolta fara fram í dag og þar keppa Noregur, Króatía, Spánn og Slóvenía um það að komast í sjálfan úrslitaleikinn um Evrópumeistaratitilinn sem fer fram á sunnudaginn.

Milliriðlarnir voru spilaðir í Malmö í suður Svíþjóð og í Vín í Austurríki en nú hafa menn fært sig norður til Stokkhólms.

Leikir um sæti fara allir fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi þar sem fótboltaliðin Djurgårdens IF og Hammarby IF spila heimaleiki sína í sænsku deildinni.

Áhorfendametið í úrslitaleik EM er síðan 2012 þegar Danir unnu heimamenn í Serbíu í úrslitaleik í Belgrade Arena en alls komu 19.800 manns á þann leik.

Svíar vonast til að fá 22 þúsund manns á úrslitaleikinn á sunnudaginn þar af verða átta þúsund þeirra í nýrri stúku sem var sett upp sérstaklega fyrir þessa leiki og verður síðan tekin niður eftir helgina.

Danski sjónvarpsmaðurinn Thomas Kristensen á TV2 setti myndband inn á Twitter-síðu sína í dag og þar má sjá hvernig Svíarnir fóru af því að byggja nýja tímabundna átta þúsund manns stúku úr vinnupöllum. Myndbandið er aðgengilegt hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.