Körfubolti

Misjafnt gengi hjá Martin og Elvari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin átti ekki góðan leik gegn Zalgaris Kaunas.
Martin átti ekki góðan leik gegn Zalgaris Kaunas. vísir/epa

Martin Hermannsson náði sér ekki á strik þegar Alba Berlin tapaði fyrir Zalgaris Kaunas, 104-80, í EuroLeague í körfubolta í kvöld.

Martin klikkaði á öllum átta skotunum sínum og skoraði ekki stig í leiknum. Hann tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Alba Berlin er í 15. sæti EuroLeague. Liðið hefur unnið sjö leiki og tapað 13.

Elvar Már Friðriksson og félagar í Borås Basket sigruðu Luleå, 84-72, í sænsku úrvalsdeildinni.

Þetta var fimmti sigur Borås í röð. Liðið er með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.

Elvar skoraði fimm stig og gaf fimm stoðsendingar í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.