Körfubolti

Jón Axel stiga- og frákastahæstur hjá Davidson | Þórir setti niður fimm þrista

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel átti frábæran leik gegn George Mason.
Jón Axel átti frábæran leik gegn George Mason. vísir/getty

Jón Axel Guðmundsson átti stórleik þegar Davidson sigraði George Mason, 68-53, í Atlantic 10 deildinni í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Grindvíkingurinn var stiga- og frákastahæstur í liði Villikattanna. Hann skoraði 27 stig og tók tíu fráköst. Hann gaf einnig fjórar stoðsendingar.

Jón Axel hitti úr fimm af sex skotum sínum inni í teig og fjögur af níu þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. Þá nýtti hann fimm af sex vítaskotum sínum.

Davidson hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í 7. sæti A10-deildarinnar.



Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var næststiga- og frákastahæstur í liði Nebraska sem laut í lægra haldi fyrir Rutgers, 75-72, í Big Ten deildinni.

Þórir skoraði 17 stig og tók átta fráköst. Hann hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum.



Nebraska er í næstneðsta sæti Big Ten deildarinnar. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×