Tíska og hönnun

Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hildur Guðnadóttir tónskáld þegar hún tók við verðlaunum sínum í gær.
Hildur Guðnadóttir tónskáld þegar hún tók við verðlaunum sínum í gær. Getty/Kevork Djansezian

Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Hildur ljómaði þegar hún tók við verðlaununum og var hún klædd í einstakan kjól. Hún hefur nú þegar unnið Golden Globe verðlaun og er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn, vinni hún þau verðlaun verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta Óskarsverðlaun. 

Á meðal þeirra sem vöktu einnig athygli á hátíðinni í gær voru Ariana Grande, Lizzo, FKA Twigs, Grace Elizabeth, Rosalia, Dua Lipa og Billie Eilish sem hlaut fimm verðlaun í gær. Meira um verðlaunahafa kvöldsins má finna hér á Vísi

Hildur GuðnadóttirGetty/Amy Sussman
LizzoMynd/Getty
RosaliaMynd/Getty
Dua LipaMynd/Getty
Grace ElizabethMynd/Getty
FKA TwigsMynd/Getty
Billie EilishMynd/Getty
Ariana GrandeMynd/Getty

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.