Billie Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 06:35 Billie Eilish var sigursæl á Grammy-verðlaununum í nótt. vísir/getty Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi og nótt. Alls vann Eilish til fimm verðlauna. Hún var valin besti nýliðinn og á lag ársins, Bad Guy, sem einnig var valin smáskífa ársins. Þá var plata hennar When We All Fall Asleep, Where Do We Go bæði valin plata ársins sem og poppplata ársins. Þá hlaut eldri bróðir hennar og nánasti samstarfsmaður, Finneas O‘Connell, Grammy-verðlaun fyrir að framleiða fyrstu plötu systur sinnar. Eilish, sem tilnefnd var til alls átta Grammy-verðlauna, er yngsti tónlistarmaðurinn til að hljóta verðlaunin fyrir plötu ársins. „Ég grínast mikið með þessa hluti en ég vil í einlægni segja að ég er mjög þakklát,“ sagði Eilish í gærkvöldi. Platan var öll tekin upp æskuheimili hennar og bróður hennar í Los Angeles. Sagði O‘Connell að þau hefðu gert það því hann væri mest skapandi þar sem honum liði hvað þægilegast. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá Grammy-verðlaunin fyrir að gera heimagerðar smákökur,“ sagði hann. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi vann íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Helstu sigurvegarar á Grammy-verðlaununum 2020: Plata ársins: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoSmáskífa ársins: Billie Eilish, Bad GuyLag ársins: Billie Eilish, Bad GuyNýliði ársins: Billie Eilihs, Bad GuyBesta poppplatan – sungin: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoBesti sóló-poppflytjandinn: Lizzo, Truth HurtsBesta poppdúóið/poppsveitin: Lil Nas X og Billy Ray Cyrus, Old Town RoadBesta poppplatan – hefðbundin: Elvis Costello & The Impostors, Look NowBesta raftónlistarplatan: The Chemical Brothers, No GeographyBesta rokkplatan: Cage the Elephant, Social CuesBesta alternative-platan: Vampire Weekend, Father of the BrideBesta R&B-platan: Anderson Paak, VenturaBesta rappplatan: Tyler, the Creator, IgorBesta kántríplatan: Tanya Tucker, While I‘m Livin‘ Grammy Hollywood Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi og nótt. Alls vann Eilish til fimm verðlauna. Hún var valin besti nýliðinn og á lag ársins, Bad Guy, sem einnig var valin smáskífa ársins. Þá var plata hennar When We All Fall Asleep, Where Do We Go bæði valin plata ársins sem og poppplata ársins. Þá hlaut eldri bróðir hennar og nánasti samstarfsmaður, Finneas O‘Connell, Grammy-verðlaun fyrir að framleiða fyrstu plötu systur sinnar. Eilish, sem tilnefnd var til alls átta Grammy-verðlauna, er yngsti tónlistarmaðurinn til að hljóta verðlaunin fyrir plötu ársins. „Ég grínast mikið með þessa hluti en ég vil í einlægni segja að ég er mjög þakklát,“ sagði Eilish í gærkvöldi. Platan var öll tekin upp æskuheimili hennar og bróður hennar í Los Angeles. Sagði O‘Connell að þau hefðu gert það því hann væri mest skapandi þar sem honum liði hvað þægilegast. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá Grammy-verðlaunin fyrir að gera heimagerðar smákökur,“ sagði hann. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi vann íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Helstu sigurvegarar á Grammy-verðlaununum 2020: Plata ársins: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoSmáskífa ársins: Billie Eilish, Bad GuyLag ársins: Billie Eilish, Bad GuyNýliði ársins: Billie Eilihs, Bad GuyBesta poppplatan – sungin: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoBesti sóló-poppflytjandinn: Lizzo, Truth HurtsBesta poppdúóið/poppsveitin: Lil Nas X og Billy Ray Cyrus, Old Town RoadBesta poppplatan – hefðbundin: Elvis Costello & The Impostors, Look NowBesta raftónlistarplatan: The Chemical Brothers, No GeographyBesta rokkplatan: Cage the Elephant, Social CuesBesta alternative-platan: Vampire Weekend, Father of the BrideBesta R&B-platan: Anderson Paak, VenturaBesta rappplatan: Tyler, the Creator, IgorBesta kántríplatan: Tanya Tucker, While I‘m Livin‘
Grammy Hollywood Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira