Viðskipti erlent

Fótboltahakkari segist hafa lekið gögnunum um ríkustu konu Afríku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rui Pinto er hér fyrir miðju.
Rui Pinto er hér fyrir miðju. AP/Pablo Gorondi

Maðurinn að baki Football Leaks vefsíðunni hefur stigið fram og viðurkennt að vera sá sem lak umfangsmiklum gögnum sem sögð hafa verið sýna fram á vafasaman uppruna auðsöfnunnar ríkustu konu Afríku.

Rui Pinto er maðurinn og í yfirlýsingu frá lögfræðingi hans segist hann vona að gögnin geti aðstoðað í baráttunni gegn efnahagsglæpum í Angóla sem og í heiminum öllum.

Stutt er síðan fjölmiðlar um víða veröld birtu umfjallanir sínar upp úr gögnunum sem Pinto lak. Gagnalekinn hefur fengið nafnið Luanda-skjölin en Luanda er höfuðborg Angóla.

Í lekanum má finna yfir 700 þúsund skjöl sem fjölmiðlar á borð við BBCThe GuardianNew York Times hafa rannsakað. Eru þau sögð varpa ljósi á vafasama viðskiptahætti Isabella Dos Santos, sem er ein ríkasta kona heims. Meðal annars hvernig hún hafi nýtt tengsl sín við yfirvöld í Angóla. Faðir hennar, Jose Eduardo dos Santos, var við völd í Angóla í hátt í fjörutíu ár, frá 1979 til 2017.

Sakamálarannsókn gegn dos Santos er þegar hafin í Angóla.

Pinto bíður nú réttarhalda í Portúgal þar sem hann stendur frammi fyrir fjölmörgum ákæruliðum vegna vefsíðu sem hann starfrækti og ber nafnið Football Leaks. Lak hann miljónum skjala sem vörpuðu ljósi á ýmsar hliðar fótboltans sem ekki höfðu áður litið dagsins ljós.


Tengdar fréttir

Ronaldo vildi ekki greiða 100 milljónir í nauðgunarmálinu

Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.