Viðskipti erlent

Fótboltahakkari segist hafa lekið gögnunum um ríkustu konu Afríku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rui Pinto er hér fyrir miðju.
Rui Pinto er hér fyrir miðju. AP/Pablo Gorondi

Maðurinn að baki Football Leaks vefsíðunni hefur stigið fram og viðurkennt að vera sá sem lak umfangsmiklum gögnum sem sögð hafa verið sýna fram á vafasaman uppruna auðsöfnunnar ríkustu konu Afríku.Rui Pinto er maðurinn og í yfirlýsingu frá lögfræðingi hans segist hann vona að gögnin geti aðstoðað í baráttunni gegn efnahagsglæpum í Angóla sem og í heiminum öllum.Stutt er síðan fjölmiðlar um víða veröld birtu umfjallanir sínar upp úr gögnunum sem Pinto lak. Gagnalekinn hefur fengið nafnið Luanda-skjölin en Luanda er höfuðborg Angóla.Í lekanum má finna yfir 700 þúsund skjöl sem fjölmiðlar á borð við BBCThe GuardianNew York Times hafa rannsakað. Eru þau sögð varpa ljósi á vafasama viðskiptahætti Isabella Dos Santos, sem er ein ríkasta kona heims. Meðal annars hvernig hún hafi nýtt tengsl sín við yfirvöld í Angóla. Faðir hennar, Jose Eduardo dos Santos, var við völd í Angóla í hátt í fjörutíu ár, frá 1979 til 2017.Sakamálarannsókn gegn dos Santos er þegar hafin í Angóla.Pinto bíður nú réttarhalda í Portúgal þar sem hann stendur frammi fyrir fjölmörgum ákæruliðum vegna vefsíðu sem hann starfrækti og ber nafnið Football Leaks. Lak hann miljónum skjala sem vörpuðu ljósi á ýmsar hliðar fótboltans sem ekki höfðu áður litið dagsins ljós.


Tengdar fréttir

Ronaldo vildi ekki greiða 100 milljónir í nauðgunarmálinu

Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,44
1
102
KVIKA
0,27
1
22

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,11
20
188.902
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.