Körfubolti

Elvar fór á kostum í sigri toppliðsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar Már í landsleik í sumar.
Elvar Már í landsleik í sumar. vísir/getty

Borås er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann í kvöld þrettán stiga sigur á Norrköping, 93-80.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Staðan jöfn 22-22 eftir fyrsta leikhluta og Borås leiddi með þremur stigum í hálfleik.

Það var hins vegar magnaður þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigri Borås. Þeir unnu hann 28-15 og leikinn að lokum 93-80.

Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður vallarins með 25 stig. Að auki gaf hann sjö stoðsendingar og tók tvö fráköst en Njarðvíkingurinn verið magnaður í sumar.







Borås er á toppi deildarinnar með 44 stig. Liðið með átta stiga forskot en Norrköping er í 7. sætinu með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×