Handbolti

Sportpakkinn: Ánægður með nýju miðjublokkina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ýmir lék vel á Evrópumótinu 2020.
Ýmir lék vel á Evrópumótinu 2020. vísir/epa

Ísland tefldi fram nýju pari í miðri vörninni á EM 2020 í handbolta.

Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason stóðu vaktina þar nánast allt mótið og landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var afar sáttur með frammistöðu þeirra.

„Ég var t.d. mjög ánægður með miðju varnarinnar. Það er framtíðarverkefni sem við erum að vinna að. Mér fannst þeir standa sig mjög vel í þessu hlutverki,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum.

Fyrir EM höfðu Elvar og Ýmir ekki leikið saman í miðri íslensku vörninni ef frá eru taldar nokkrar mínútur í eina æfingaleiknum fyrir mótið, gegn Þýskalandi.

„Þeir náðu stöðugleika og náðu vel saman. Í raun og veru voru þeir að spila saman í fyrsta skipti á þessu móti. Það var mjög ánægjulegt,“ sagði Guðmundur um frammistöðu jafnaldranna Elvars og Ýmis (fæddir 1997).

Klippa: Ánægður með Elvar og Ými

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×