Eitt fallegasta lag Elvis Presley sungið þegar goðsögnin Vilhjálmur var borinn til grafar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 16:30 Fjöldi manns minntist Vilhjálms í Hallgrímskirkju auk þess sem fylgst var með útsendingunni víða um land. Vísir/vilhelm Útför Vilhjálms Einarssonar, skólastjóra og frjálsíþróttamanns, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Vilhjálmur lést á Landspítalanum þann 28. desember síðastliðinn, 85 ára að aldri. Óhætt er að segja að goðsögn hafi kvatt þennan heim en Vilhjálmur var fyrsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum. Mikill fjöldi sótti útförina í Hallgrímskirkju auk þess sem þúsundir fylgdust með henni í beinni útsendingu víða um land. Félagar í Karlakór Reykjavíkur sungu lagið I can't help falling in love sem Elvis Presley gerði frægt á sínum tíma. Elvis og Vilhjálmur voru af sömu kynslóð en aðeins eitt ár skildi þá að. Vilhjálmur var handhafi Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála, en hann starfaði lengst af sem kennari og skólameistari. Þá telst Vilhjálmur einnig meðal fræknustu íþróttamanna Íslandssögunnar eftir að hafa hlotið silfurverðlaun, fyrstur Íslendinga, á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Þar að auki var hann fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Vilhjálmur var 85 ára þegar hann lést. Vinir, samstarfsmenn og ættingjar Vilhjálms minntust hans í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Þar er Vilhjálmi lýst sem góðum uppalanda sem aldrei fór í manngreinigarálit, laus við allt yfirlæti og dramb. „Pabbi var hetja í augum margra. Fyrir mér var hann annað og meira en íþróttahetja. Hann var leikfélagi, kennari og hugmyndasmiður sem bauð upp á ýmislegt skemmtilegt og fjölbreytileikinn mikill sem okkur bræðrum var boðið upp á að kynnast,“ skrifar sonur hans Einar sem var sjálfur um árabil í fremstu röð í heiminum í spjótkasti. Þá er Vilhjálmur jafnframt sagður hafa verið góður sönglagasmiður og afkastamikill frístundamálari. Myndir hans prýða fjölmörg íslensk heimili, auk þess sem þeim er gert hátt undir höfði í útfararskrá Vilhjálms. Lítið ferðaveður er á landinu í dag og var því ákveðið að sýna jafnframt frá athöfninni á breiðtjaldi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin var í höndum séra Sigurðs Jónssonar. Jónas Þórir lék á orgel og Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir auk félaga úr Karlakór Reykjavíkur sáu um söng. Vilhjálmur verður jarðsettur síðar í Reykholtskirkjugarði. Upptöku frá útförinni má sjá hér að neðan. Andlát Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Útför Vilhjálms Einarssonar, skólastjóra og frjálsíþróttamanns, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Vilhjálmur lést á Landspítalanum þann 28. desember síðastliðinn, 85 ára að aldri. Óhætt er að segja að goðsögn hafi kvatt þennan heim en Vilhjálmur var fyrsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum. Mikill fjöldi sótti útförina í Hallgrímskirkju auk þess sem þúsundir fylgdust með henni í beinni útsendingu víða um land. Félagar í Karlakór Reykjavíkur sungu lagið I can't help falling in love sem Elvis Presley gerði frægt á sínum tíma. Elvis og Vilhjálmur voru af sömu kynslóð en aðeins eitt ár skildi þá að. Vilhjálmur var handhafi Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála, en hann starfaði lengst af sem kennari og skólameistari. Þá telst Vilhjálmur einnig meðal fræknustu íþróttamanna Íslandssögunnar eftir að hafa hlotið silfurverðlaun, fyrstur Íslendinga, á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Þar að auki var hann fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Vilhjálmur var 85 ára þegar hann lést. Vinir, samstarfsmenn og ættingjar Vilhjálms minntust hans í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Þar er Vilhjálmi lýst sem góðum uppalanda sem aldrei fór í manngreinigarálit, laus við allt yfirlæti og dramb. „Pabbi var hetja í augum margra. Fyrir mér var hann annað og meira en íþróttahetja. Hann var leikfélagi, kennari og hugmyndasmiður sem bauð upp á ýmislegt skemmtilegt og fjölbreytileikinn mikill sem okkur bræðrum var boðið upp á að kynnast,“ skrifar sonur hans Einar sem var sjálfur um árabil í fremstu röð í heiminum í spjótkasti. Þá er Vilhjálmur jafnframt sagður hafa verið góður sönglagasmiður og afkastamikill frístundamálari. Myndir hans prýða fjölmörg íslensk heimili, auk þess sem þeim er gert hátt undir höfði í útfararskrá Vilhjálms. Lítið ferðaveður er á landinu í dag og var því ákveðið að sýna jafnframt frá athöfninni á breiðtjaldi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin var í höndum séra Sigurðs Jónssonar. Jónas Þórir lék á orgel og Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir auk félaga úr Karlakór Reykjavíkur sáu um söng. Vilhjálmur verður jarðsettur síðar í Reykholtskirkjugarði. Upptöku frá útförinni má sjá hér að neðan.
Andlát Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent