Afhending trúnaðarbréfs í Malaví Heimsljós kynnir 10. janúar 2020 16:45 Unnur Orradóttir Ramette sendiherra og Peter Mutharika forseti Malaví. © Kamusu Palace Unnur Orradóttir Ramette afhenti í gær Arthur Peter Mutharika forseta Malaví trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Malaví, með aðsetur í Úganda. Malaví er elsta samstarfsþjóð Íslands í þróunarsamvinnu en á nýliðinu ár voru liðin þrjátíu ár liðin frá því samstarfið hófst. Malaví er meðal allra fátækustu ríkja heims. Þar búa nú um 18 milljónir íbúa og fjölgar ört, eins og í mörgum öðrum Afríkuríkjum. Ísland leggur ríka áherslu á að efla grunnþjónustu og getu héraðsstjórnvalda í Mangochi til að veita heilsugæslu, menntun og aðgang að hæfu drykkjarvatni til rúmlega milljón íbúa héraðsins. Verkefnið hefur leitt til þess að dregið hefur úr mæðra- og barnadauða og vatnsbornum sjúkdómum í héraðinu og skólasókn barna hefur aukist. Mannréttindi og kynjajafnrétti eru í heiðri höfð í þróunarsamvinnuverkefnum Íslands í Malaví, rétt eins og í allri utanríkisstefnu Íslands. Sendiherra vakti sérstaka athygli á þessum áherslum, þar með talið réttindum hinsegin fólks í ræðu sinni til forsetans. Fyrir tæpu ári fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Malaví og hér er innslag frá þeirri heimsókn. Umdæmi sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda nær einnig til Kenya, Eþíópíu, Namibíu, Djíbútí, Suður-Afríku, Afríkusambandsins í Addis Ababa og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí. Lilja Dóra Kolbeinsdóttir er staðgengill sendiherra Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví og Kristjana Sigurbjörnsdóttir er verkefnisstjóri þróunarsamvinnu Íslands. Ræða sendiherra Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent
Unnur Orradóttir Ramette afhenti í gær Arthur Peter Mutharika forseta Malaví trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Malaví, með aðsetur í Úganda. Malaví er elsta samstarfsþjóð Íslands í þróunarsamvinnu en á nýliðinu ár voru liðin þrjátíu ár liðin frá því samstarfið hófst. Malaví er meðal allra fátækustu ríkja heims. Þar búa nú um 18 milljónir íbúa og fjölgar ört, eins og í mörgum öðrum Afríkuríkjum. Ísland leggur ríka áherslu á að efla grunnþjónustu og getu héraðsstjórnvalda í Mangochi til að veita heilsugæslu, menntun og aðgang að hæfu drykkjarvatni til rúmlega milljón íbúa héraðsins. Verkefnið hefur leitt til þess að dregið hefur úr mæðra- og barnadauða og vatnsbornum sjúkdómum í héraðinu og skólasókn barna hefur aukist. Mannréttindi og kynjajafnrétti eru í heiðri höfð í þróunarsamvinnuverkefnum Íslands í Malaví, rétt eins og í allri utanríkisstefnu Íslands. Sendiherra vakti sérstaka athygli á þessum áherslum, þar með talið réttindum hinsegin fólks í ræðu sinni til forsetans. Fyrir tæpu ári fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Malaví og hér er innslag frá þeirri heimsókn. Umdæmi sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda nær einnig til Kenya, Eþíópíu, Namibíu, Djíbútí, Suður-Afríku, Afríkusambandsins í Addis Ababa og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí. Lilja Dóra Kolbeinsdóttir er staðgengill sendiherra Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví og Kristjana Sigurbjörnsdóttir er verkefnisstjóri þróunarsamvinnu Íslands. Ræða sendiherra Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent