Afhending trúnaðarbréfs í Malaví Heimsljós kynnir 10. janúar 2020 16:45 Unnur Orradóttir Ramette sendiherra og Peter Mutharika forseti Malaví. © Kamusu Palace Unnur Orradóttir Ramette afhenti í gær Arthur Peter Mutharika forseta Malaví trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Malaví, með aðsetur í Úganda. Malaví er elsta samstarfsþjóð Íslands í þróunarsamvinnu en á nýliðinu ár voru liðin þrjátíu ár liðin frá því samstarfið hófst. Malaví er meðal allra fátækustu ríkja heims. Þar búa nú um 18 milljónir íbúa og fjölgar ört, eins og í mörgum öðrum Afríkuríkjum. Ísland leggur ríka áherslu á að efla grunnþjónustu og getu héraðsstjórnvalda í Mangochi til að veita heilsugæslu, menntun og aðgang að hæfu drykkjarvatni til rúmlega milljón íbúa héraðsins. Verkefnið hefur leitt til þess að dregið hefur úr mæðra- og barnadauða og vatnsbornum sjúkdómum í héraðinu og skólasókn barna hefur aukist. Mannréttindi og kynjajafnrétti eru í heiðri höfð í þróunarsamvinnuverkefnum Íslands í Malaví, rétt eins og í allri utanríkisstefnu Íslands. Sendiherra vakti sérstaka athygli á þessum áherslum, þar með talið réttindum hinsegin fólks í ræðu sinni til forsetans. Fyrir tæpu ári fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Malaví og hér er innslag frá þeirri heimsókn. Umdæmi sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda nær einnig til Kenya, Eþíópíu, Namibíu, Djíbútí, Suður-Afríku, Afríkusambandsins í Addis Ababa og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí. Lilja Dóra Kolbeinsdóttir er staðgengill sendiherra Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví og Kristjana Sigurbjörnsdóttir er verkefnisstjóri þróunarsamvinnu Íslands. Ræða sendiherra Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Unnur Orradóttir Ramette afhenti í gær Arthur Peter Mutharika forseta Malaví trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Malaví, með aðsetur í Úganda. Malaví er elsta samstarfsþjóð Íslands í þróunarsamvinnu en á nýliðinu ár voru liðin þrjátíu ár liðin frá því samstarfið hófst. Malaví er meðal allra fátækustu ríkja heims. Þar búa nú um 18 milljónir íbúa og fjölgar ört, eins og í mörgum öðrum Afríkuríkjum. Ísland leggur ríka áherslu á að efla grunnþjónustu og getu héraðsstjórnvalda í Mangochi til að veita heilsugæslu, menntun og aðgang að hæfu drykkjarvatni til rúmlega milljón íbúa héraðsins. Verkefnið hefur leitt til þess að dregið hefur úr mæðra- og barnadauða og vatnsbornum sjúkdómum í héraðinu og skólasókn barna hefur aukist. Mannréttindi og kynjajafnrétti eru í heiðri höfð í þróunarsamvinnuverkefnum Íslands í Malaví, rétt eins og í allri utanríkisstefnu Íslands. Sendiherra vakti sérstaka athygli á þessum áherslum, þar með talið réttindum hinsegin fólks í ræðu sinni til forsetans. Fyrir tæpu ári fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Malaví og hér er innslag frá þeirri heimsókn. Umdæmi sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda nær einnig til Kenya, Eþíópíu, Namibíu, Djíbútí, Suður-Afríku, Afríkusambandsins í Addis Ababa og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí. Lilja Dóra Kolbeinsdóttir er staðgengill sendiherra Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví og Kristjana Sigurbjörnsdóttir er verkefnisstjóri þróunarsamvinnu Íslands. Ræða sendiherra Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent