Velta sér upp úr því sem Henderson sagði við Klopp eftir sigurinn á Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 13:00 Jordan Henderson leyfir sínum mönnum ekkert að slaka á. Hér fagnar hann sigurmarkinu með markaskoraranum Roberto Firmino. Getty/Visionhaus Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki alltof mikið að klappa sér og sínum á bakið eftir enn einn sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool er með fjórtán stiga forskot eftir 1-0 sigur á Tottenham. Henderson sjálfur hefur verið að spila vel að undanförnu og er farinn að vinna sér inn mikið hrós hjá knattspyrnufræðingum sem margir hafa efast um burði hans hingað til. Efsemdaraddirnar eru nánast hljóðnaðar. Henderson hefur sannað sig sem leiðtogi í liði heims- og Evrópumeistaranna og er einn af stóru ástæðunum fyrir því að liðið gefur ekkert eftir þrátt fyrir frábæra stöðu í toppsæti deildarinnar. Liverpool er í raun komið með aðra höndina á langþráðan meistaratitil eftir 20 sigra í fyrsta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það er einmitt þessi frábæra staða sem fékk menn til að velta sér upp úr því sem Jordan Henderson virtist segja við knattspyrnustjórann Jürgen Klopp strax eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn. 'This is a team that has 61 points out of 63, yet they still expect more. The mentality installed in this team is something else' There's a reason Klopp calls these guys mentality monsters https://t.co/4yHv1GEZxR— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 12, 2020 Henderson átti vissulega ekki sinn besta leik en liðið gerði nóg til að halda marki sínu hreinu og landa þremur stigum. Einn af kostum Jordan Henderson er að hann segir nær alltaf sannleikann og forðast ekki gagnrýni á sig eða á frammistöðu Liverpool liðsins. Þegar myndavélarnar voru á honum í leikslok í Tottenham leiknum þá sást Henderson fara til knattspyrnustjórans síns út á velli. Eftir að þeir föðmuðust þá var eins og hann segði við Klopp: „Þetta er ekki nógu gott, þetta var ömurlegt.“ Við vitum náttúrulega ekki hvort hann var að tala um sinn leik eða leik liðsins. Þar voru vissulega ekki allir undir sama hatti. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigurinn með góðu marki og Alisson Becker var mjög góður í markinu. Það er samt athyglisvert að strax eftir svona mikilvægan sigur þar sem lið hans er komið enn eitt stóra skrefið í átt að meistaratitlinum þá er Henderson eins jarðbundinn og menn vera. Stuðningsmenn Liverpool tóku eftir þessu og hafa hrósað fyrirliða sínum fyrir það sem þeir segja dæmi um frábært hugarfar hans og liðsins. „Þetta er liðið sem hefur náð í 61 af 63 mögulegum stigum og er með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en býst samt við meiru af sér. Hugarfar þessa liðs er eitthvað allt annað en við höfum séð,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpool á Twitter. Jú það er ástæða fyrir því að Jürgen Klopp kallar leikmenn sína „mentality monsters“ eða kannski „skapgerðar skrímsli“ stuðlað á íslensku. Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki alltof mikið að klappa sér og sínum á bakið eftir enn einn sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool er með fjórtán stiga forskot eftir 1-0 sigur á Tottenham. Henderson sjálfur hefur verið að spila vel að undanförnu og er farinn að vinna sér inn mikið hrós hjá knattspyrnufræðingum sem margir hafa efast um burði hans hingað til. Efsemdaraddirnar eru nánast hljóðnaðar. Henderson hefur sannað sig sem leiðtogi í liði heims- og Evrópumeistaranna og er einn af stóru ástæðunum fyrir því að liðið gefur ekkert eftir þrátt fyrir frábæra stöðu í toppsæti deildarinnar. Liverpool er í raun komið með aðra höndina á langþráðan meistaratitil eftir 20 sigra í fyrsta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það er einmitt þessi frábæra staða sem fékk menn til að velta sér upp úr því sem Jordan Henderson virtist segja við knattspyrnustjórann Jürgen Klopp strax eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn. 'This is a team that has 61 points out of 63, yet they still expect more. The mentality installed in this team is something else' There's a reason Klopp calls these guys mentality monsters https://t.co/4yHv1GEZxR— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 12, 2020 Henderson átti vissulega ekki sinn besta leik en liðið gerði nóg til að halda marki sínu hreinu og landa þremur stigum. Einn af kostum Jordan Henderson er að hann segir nær alltaf sannleikann og forðast ekki gagnrýni á sig eða á frammistöðu Liverpool liðsins. Þegar myndavélarnar voru á honum í leikslok í Tottenham leiknum þá sást Henderson fara til knattspyrnustjórans síns út á velli. Eftir að þeir föðmuðust þá var eins og hann segði við Klopp: „Þetta er ekki nógu gott, þetta var ömurlegt.“ Við vitum náttúrulega ekki hvort hann var að tala um sinn leik eða leik liðsins. Þar voru vissulega ekki allir undir sama hatti. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigurinn með góðu marki og Alisson Becker var mjög góður í markinu. Það er samt athyglisvert að strax eftir svona mikilvægan sigur þar sem lið hans er komið enn eitt stóra skrefið í átt að meistaratitlinum þá er Henderson eins jarðbundinn og menn vera. Stuðningsmenn Liverpool tóku eftir þessu og hafa hrósað fyrirliða sínum fyrir það sem þeir segja dæmi um frábært hugarfar hans og liðsins. „Þetta er liðið sem hefur náð í 61 af 63 mögulegum stigum og er með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en býst samt við meiru af sér. Hugarfar þessa liðs er eitthvað allt annað en við höfum séð,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpool á Twitter. Jú það er ástæða fyrir því að Jürgen Klopp kallar leikmenn sína „mentality monsters“ eða kannski „skapgerðar skrímsli“ stuðlað á íslensku.
Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira