Velta sér upp úr því sem Henderson sagði við Klopp eftir sigurinn á Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 13:00 Jordan Henderson leyfir sínum mönnum ekkert að slaka á. Hér fagnar hann sigurmarkinu með markaskoraranum Roberto Firmino. Getty/Visionhaus Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki alltof mikið að klappa sér og sínum á bakið eftir enn einn sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool er með fjórtán stiga forskot eftir 1-0 sigur á Tottenham. Henderson sjálfur hefur verið að spila vel að undanförnu og er farinn að vinna sér inn mikið hrós hjá knattspyrnufræðingum sem margir hafa efast um burði hans hingað til. Efsemdaraddirnar eru nánast hljóðnaðar. Henderson hefur sannað sig sem leiðtogi í liði heims- og Evrópumeistaranna og er einn af stóru ástæðunum fyrir því að liðið gefur ekkert eftir þrátt fyrir frábæra stöðu í toppsæti deildarinnar. Liverpool er í raun komið með aðra höndina á langþráðan meistaratitil eftir 20 sigra í fyrsta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það er einmitt þessi frábæra staða sem fékk menn til að velta sér upp úr því sem Jordan Henderson virtist segja við knattspyrnustjórann Jürgen Klopp strax eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn. 'This is a team that has 61 points out of 63, yet they still expect more. The mentality installed in this team is something else' There's a reason Klopp calls these guys mentality monsters https://t.co/4yHv1GEZxR— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 12, 2020 Henderson átti vissulega ekki sinn besta leik en liðið gerði nóg til að halda marki sínu hreinu og landa þremur stigum. Einn af kostum Jordan Henderson er að hann segir nær alltaf sannleikann og forðast ekki gagnrýni á sig eða á frammistöðu Liverpool liðsins. Þegar myndavélarnar voru á honum í leikslok í Tottenham leiknum þá sást Henderson fara til knattspyrnustjórans síns út á velli. Eftir að þeir föðmuðust þá var eins og hann segði við Klopp: „Þetta er ekki nógu gott, þetta var ömurlegt.“ Við vitum náttúrulega ekki hvort hann var að tala um sinn leik eða leik liðsins. Þar voru vissulega ekki allir undir sama hatti. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigurinn með góðu marki og Alisson Becker var mjög góður í markinu. Það er samt athyglisvert að strax eftir svona mikilvægan sigur þar sem lið hans er komið enn eitt stóra skrefið í átt að meistaratitlinum þá er Henderson eins jarðbundinn og menn vera. Stuðningsmenn Liverpool tóku eftir þessu og hafa hrósað fyrirliða sínum fyrir það sem þeir segja dæmi um frábært hugarfar hans og liðsins. „Þetta er liðið sem hefur náð í 61 af 63 mögulegum stigum og er með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en býst samt við meiru af sér. Hugarfar þessa liðs er eitthvað allt annað en við höfum séð,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpool á Twitter. Jú það er ástæða fyrir því að Jürgen Klopp kallar leikmenn sína „mentality monsters“ eða kannski „skapgerðar skrímsli“ stuðlað á íslensku. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki alltof mikið að klappa sér og sínum á bakið eftir enn einn sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool er með fjórtán stiga forskot eftir 1-0 sigur á Tottenham. Henderson sjálfur hefur verið að spila vel að undanförnu og er farinn að vinna sér inn mikið hrós hjá knattspyrnufræðingum sem margir hafa efast um burði hans hingað til. Efsemdaraddirnar eru nánast hljóðnaðar. Henderson hefur sannað sig sem leiðtogi í liði heims- og Evrópumeistaranna og er einn af stóru ástæðunum fyrir því að liðið gefur ekkert eftir þrátt fyrir frábæra stöðu í toppsæti deildarinnar. Liverpool er í raun komið með aðra höndina á langþráðan meistaratitil eftir 20 sigra í fyrsta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það er einmitt þessi frábæra staða sem fékk menn til að velta sér upp úr því sem Jordan Henderson virtist segja við knattspyrnustjórann Jürgen Klopp strax eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn. 'This is a team that has 61 points out of 63, yet they still expect more. The mentality installed in this team is something else' There's a reason Klopp calls these guys mentality monsters https://t.co/4yHv1GEZxR— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 12, 2020 Henderson átti vissulega ekki sinn besta leik en liðið gerði nóg til að halda marki sínu hreinu og landa þremur stigum. Einn af kostum Jordan Henderson er að hann segir nær alltaf sannleikann og forðast ekki gagnrýni á sig eða á frammistöðu Liverpool liðsins. Þegar myndavélarnar voru á honum í leikslok í Tottenham leiknum þá sást Henderson fara til knattspyrnustjórans síns út á velli. Eftir að þeir föðmuðust þá var eins og hann segði við Klopp: „Þetta er ekki nógu gott, þetta var ömurlegt.“ Við vitum náttúrulega ekki hvort hann var að tala um sinn leik eða leik liðsins. Þar voru vissulega ekki allir undir sama hatti. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigurinn með góðu marki og Alisson Becker var mjög góður í markinu. Það er samt athyglisvert að strax eftir svona mikilvægan sigur þar sem lið hans er komið enn eitt stóra skrefið í átt að meistaratitlinum þá er Henderson eins jarðbundinn og menn vera. Stuðningsmenn Liverpool tóku eftir þessu og hafa hrósað fyrirliða sínum fyrir það sem þeir segja dæmi um frábært hugarfar hans og liðsins. „Þetta er liðið sem hefur náð í 61 af 63 mögulegum stigum og er með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en býst samt við meiru af sér. Hugarfar þessa liðs er eitthvað allt annað en við höfum séð,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpool á Twitter. Jú það er ástæða fyrir því að Jürgen Klopp kallar leikmenn sína „mentality monsters“ eða kannski „skapgerðar skrímsli“ stuðlað á íslensku.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira