Fótbolti

Maður leiksins fyrir að tækla Morata er hann var sloppinn einn í gegn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valverde straujar Alvaro Morata.
Valverde straujar Alvaro Morata. vísir/getty

Real Madrid vann í gær Ofurbikarinn í spænska boltanum eftir að hafa haft betur gegn grönnum sínum í Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni.

Venjulegum leiktíma og framlengingu endaði með markalausu jafntefli en fátt var um fína drætti í leiknum fyrr en í vítaspyrnukeppnina var komið.

Federico Valverde fékk að líta rauða spjaldið á 115. mínútu. Hann tæklaði þá Alvaro Morata sem var sloppinn einn inn fyrir.







Margir vilja því meina að hann hafi komið Real í vítaspyrnukeppnina og eftir leikinn var hann valinn maður leiksins fyrir tæklinguna.

„Rauða spjaldið á Valverde var mikilvægasta augnablik leiksins. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggjur því allir hefðu gert það sama í þessari stöðu. Hann vann leikinn,“ sagði stjóri Atletico Madrid, Diego Simeone.

„Ég held að verðlaunin sem maður leiksins hafi átt vel við því hann vann leikinn með þessari tæklingu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×