Guð forði þjóðinni frá „sjálftökuherranum við Austurvöll“ Vilhelm Jónsson skrifar 15. janúar 2020 13:00 Sem fyrr viðhefur forustusveit HSÍ ábyrgðarlaust hjal, ásamt öðrum sérhagsmunarhreyfingum sem ýtir undir væntingar, og segir að forgangsraða skuli í margra milljarða íþróttamannvirkjum í Laugardal. Engu skal láta sig varða að heilbrigðiskerfið sé í molum, og að þúsundir gjaldi fyrir það. Ábyrgðarlaus forseti lýðveldisins undirstrikaði með hjali sínu 28. des (við val á íþróttamanni ársins) hversu lágt er seilst til að vefja sig skrautfjöðrum. Hann lætur sig engu skipta að þúsundir líði fyrir hversu fjársvelt heilbrigðiskerfið er. Á sama tíma og forustusveit ÍSÍ krefur stjórnvöld um milljarða uppbyggingu lýsir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Íþróttasviðs HR, hrikalegum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans í pistli sínum, sem hún birti á Facebook. Hafrún notar orðið „disaster“ til að lýsa ástandinu, en hún hefur farið á bráðamóttökuna í nokkur skipti að undanförnu með nána ættingja sína. Forkólfum hreyfingarinnar var tíðrætt í kastljósþætti í gærkvöldi, ásamt þessari sömu ungfrú, að íþróttahreyfingin ætti ekkert heimili og byggi ekki við eðlilegt öryggi, og að ekki væri hægt að tengja boltahreyfinguna við háskólasamfélagið sem skyldi. Umhugsunarefni er hvað þurfi að flytja marga upp í Gufuneskirkjugarð, fólk sem hefur ekki fengið eðlilega læknishjálp vegna fjárskorts, til að stjórnvöld átti sig á að það beri að forgangsraða með öðrum hætti. Fársjúkt fólk biður aðeins um að geta snúið aftur til baka á sitt gamla heimili. Ekki svo ósjaldan er öldruðum stíað í sundur frá ástvinum og engu látið skipta þó svo að þeir séu á síðustu metrunum vegna þess að hið svokallaða velferðarkerfi er í molum. Fársjúkt fólk þarf að eyða erfiðustu stundum lífsins á göngum og baðherbergjum Landspítalans þar sem engin úræði eru fyrir hendi. Hundruð ef ekki þúsundir láta jafnvel lífið á meðan beðið er eftir úrlausnum, skurðaðgerðum og alltof margir fá jafnvel ekki bestu lyf sem völ er á vegna fjárskorts. Það er umhugsunarefni ef velgengni íþróttahreyfingarinnar verður þess valdandi að mörk og sigrar í boltaíþrótt ýti undir ranga forgangsröðun, og að heilbrigðiskerfið verði fjársvelt enn frekar. Stjórnmálamenn og embættiskerfið svífast einskis þegar eigin hagsmunir eru í húfi og víla jafnvel ekki fyrir sér að útdeila fjárheimildum þvert á almannahag ef þeir telja sig geta upphafið sig til vegs og virðingar. Forseti Íslands og menntamálaráðherra hafa fyllilega gefið til kynna sínar áherslur og innræti og láta sig litlu skipta hver fórnarkostnaður er þegar auglýsa skal eigið ágæti. Það er umhugsunarefni hvenær þjóðin opnar augun og áttar sig á glæpsamlegu athæfi og skrípaleik sem á sér stað við Hringbraut þar sem nýbyggingum og bútasaumi mun aldrei ljúka ásamt kostnaðarauka. Milljarðahagsmunir útvalda eru hafðir í fyrirrúmi og engu látið varða hver fórnarkostnaðurinn verður. Það mun koma að því að þjóðin áttar sig á hvaða þjóðarglæpur á sér stað og hverjar afleiðingarnar verða í boði ábyrgðarlausra sjálftökumanna við Austurvöll. Rekstrarvandi spítalans er uppsafnaður vegna margra ára ábyrgðarleysis og óstjórnar og verður ekki bættur með smáskammtaaðgerðum, fjáraustri og óskhyggju. Það sem verra er að mestöll stjórnsýslan endurspeglast með sama hætti þar sem hver silkihúfan af annarri er ekki starfi sínu vaxin og sjálftaka og ábyrgðarleysi er í fyrirrúmi. Jafnvel þótt ráðamenn þjóðarinnar stæri sig af minni þjóðarskuldum þá mun þjóðin ekki geta hlaupið aftur frá skuldasöfnun eins og átti sér stað fyrir áratug. Engu að síður hrannast upp óreiða og ábyrgðarleysi með einum og öðrum hætti í boði stjórnvalda, hvert sem litið er. Kosningarfnykurinn er byrjaður hjá ríkisstjórnarflokkunum með innantómum loforðum hvað þeir ætli að gera á næsta kjörtímabili. Þó svo að þjóðin hafi verið rænd hvert kjörtímabilið á fætur öðru nánast í beinni útsendingu af svokölluðum fjórflokki, eða í boði hans, þá virðist almenningur ekki bera gæfu til að átta sig á sóðaskapnum.Höfundur er fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laugardalsvöllur Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Sem fyrr viðhefur forustusveit HSÍ ábyrgðarlaust hjal, ásamt öðrum sérhagsmunarhreyfingum sem ýtir undir væntingar, og segir að forgangsraða skuli í margra milljarða íþróttamannvirkjum í Laugardal. Engu skal láta sig varða að heilbrigðiskerfið sé í molum, og að þúsundir gjaldi fyrir það. Ábyrgðarlaus forseti lýðveldisins undirstrikaði með hjali sínu 28. des (við val á íþróttamanni ársins) hversu lágt er seilst til að vefja sig skrautfjöðrum. Hann lætur sig engu skipta að þúsundir líði fyrir hversu fjársvelt heilbrigðiskerfið er. Á sama tíma og forustusveit ÍSÍ krefur stjórnvöld um milljarða uppbyggingu lýsir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Íþróttasviðs HR, hrikalegum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans í pistli sínum, sem hún birti á Facebook. Hafrún notar orðið „disaster“ til að lýsa ástandinu, en hún hefur farið á bráðamóttökuna í nokkur skipti að undanförnu með nána ættingja sína. Forkólfum hreyfingarinnar var tíðrætt í kastljósþætti í gærkvöldi, ásamt þessari sömu ungfrú, að íþróttahreyfingin ætti ekkert heimili og byggi ekki við eðlilegt öryggi, og að ekki væri hægt að tengja boltahreyfinguna við háskólasamfélagið sem skyldi. Umhugsunarefni er hvað þurfi að flytja marga upp í Gufuneskirkjugarð, fólk sem hefur ekki fengið eðlilega læknishjálp vegna fjárskorts, til að stjórnvöld átti sig á að það beri að forgangsraða með öðrum hætti. Fársjúkt fólk biður aðeins um að geta snúið aftur til baka á sitt gamla heimili. Ekki svo ósjaldan er öldruðum stíað í sundur frá ástvinum og engu látið skipta þó svo að þeir séu á síðustu metrunum vegna þess að hið svokallaða velferðarkerfi er í molum. Fársjúkt fólk þarf að eyða erfiðustu stundum lífsins á göngum og baðherbergjum Landspítalans þar sem engin úræði eru fyrir hendi. Hundruð ef ekki þúsundir láta jafnvel lífið á meðan beðið er eftir úrlausnum, skurðaðgerðum og alltof margir fá jafnvel ekki bestu lyf sem völ er á vegna fjárskorts. Það er umhugsunarefni ef velgengni íþróttahreyfingarinnar verður þess valdandi að mörk og sigrar í boltaíþrótt ýti undir ranga forgangsröðun, og að heilbrigðiskerfið verði fjársvelt enn frekar. Stjórnmálamenn og embættiskerfið svífast einskis þegar eigin hagsmunir eru í húfi og víla jafnvel ekki fyrir sér að útdeila fjárheimildum þvert á almannahag ef þeir telja sig geta upphafið sig til vegs og virðingar. Forseti Íslands og menntamálaráðherra hafa fyllilega gefið til kynna sínar áherslur og innræti og láta sig litlu skipta hver fórnarkostnaður er þegar auglýsa skal eigið ágæti. Það er umhugsunarefni hvenær þjóðin opnar augun og áttar sig á glæpsamlegu athæfi og skrípaleik sem á sér stað við Hringbraut þar sem nýbyggingum og bútasaumi mun aldrei ljúka ásamt kostnaðarauka. Milljarðahagsmunir útvalda eru hafðir í fyrirrúmi og engu látið varða hver fórnarkostnaðurinn verður. Það mun koma að því að þjóðin áttar sig á hvaða þjóðarglæpur á sér stað og hverjar afleiðingarnar verða í boði ábyrgðarlausra sjálftökumanna við Austurvöll. Rekstrarvandi spítalans er uppsafnaður vegna margra ára ábyrgðarleysis og óstjórnar og verður ekki bættur með smáskammtaaðgerðum, fjáraustri og óskhyggju. Það sem verra er að mestöll stjórnsýslan endurspeglast með sama hætti þar sem hver silkihúfan af annarri er ekki starfi sínu vaxin og sjálftaka og ábyrgðarleysi er í fyrirrúmi. Jafnvel þótt ráðamenn þjóðarinnar stæri sig af minni þjóðarskuldum þá mun þjóðin ekki geta hlaupið aftur frá skuldasöfnun eins og átti sér stað fyrir áratug. Engu að síður hrannast upp óreiða og ábyrgðarleysi með einum og öðrum hætti í boði stjórnvalda, hvert sem litið er. Kosningarfnykurinn er byrjaður hjá ríkisstjórnarflokkunum með innantómum loforðum hvað þeir ætli að gera á næsta kjörtímabili. Þó svo að þjóðin hafi verið rænd hvert kjörtímabilið á fætur öðru nánast í beinni útsendingu af svokölluðum fjórflokki, eða í boði hans, þá virðist almenningur ekki bera gæfu til að átta sig á sóðaskapnum.Höfundur er fjárfestir.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar