Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 09:00 Starfsmenn Arion banka leggja undir sig Hörpu um helgina. Vísir/Vilhelm Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. Árshátíð bankans fer fram um helgina og verður öllu til tjaldað; búið er að leigja stærstan hluta Hörpu og verður slegið upp tónleikum um allt hús, sem gestir geta sótt eftir að hafa þegið veitingar við sitjandi borðhald. Tónlistaratriði verða meðal annars í höndum Gus Gus, Emmsé Gauta, Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjörs og Bríetar. Þá lék Nýdönsk í bankanum á dögunum, en að sögn Viðskiptablaðsins munu þeir tónleikar hafa verið á vegum eignarstýringar bankans fyrir viðskiptavini. Í samskiptum við blaðið segir upplýsingafulltrúi Arion að umfang árshátíðarinnar sé svipað og síðustu ár. Íburðurinn skýrist af stærð vinnustaðarins, en 800 manns vinna hjá bankanum eftir uppsagnir síðasta árs. Blésu af starfsmannagleði Um 150 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum í fyrra, þar af 102 í hausttiltekt bankans í lok september. Rekstur bankans hafði ekki staðið undir væntingum, arðsemin ekki nógu góð og var uppsögnunum ætlað að draga úr rekstrarkostnaði Arion. Talið var að uppsagnir haustsins myndu kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nema um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa á að gæta á yfirstandandi ársfjórðungi. Starfsmenn bankans voru ekki í miklu partýstuði strax eftir niðurskurðinn. Árlegt Októberfest Arion var blásið af enda lítil stemning fyrir fjöri á þeim tímapunkti. „Maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta,“ eins og meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélagi Arion banka, orðaði það að kvöldi uppsagnadagsins 26. september. Íslenskir bankar Tónlist Tengdar fréttir Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. Árshátíð bankans fer fram um helgina og verður öllu til tjaldað; búið er að leigja stærstan hluta Hörpu og verður slegið upp tónleikum um allt hús, sem gestir geta sótt eftir að hafa þegið veitingar við sitjandi borðhald. Tónlistaratriði verða meðal annars í höndum Gus Gus, Emmsé Gauta, Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjörs og Bríetar. Þá lék Nýdönsk í bankanum á dögunum, en að sögn Viðskiptablaðsins munu þeir tónleikar hafa verið á vegum eignarstýringar bankans fyrir viðskiptavini. Í samskiptum við blaðið segir upplýsingafulltrúi Arion að umfang árshátíðarinnar sé svipað og síðustu ár. Íburðurinn skýrist af stærð vinnustaðarins, en 800 manns vinna hjá bankanum eftir uppsagnir síðasta árs. Blésu af starfsmannagleði Um 150 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum í fyrra, þar af 102 í hausttiltekt bankans í lok september. Rekstur bankans hafði ekki staðið undir væntingum, arðsemin ekki nógu góð og var uppsögnunum ætlað að draga úr rekstrarkostnaði Arion. Talið var að uppsagnir haustsins myndu kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nema um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa á að gæta á yfirstandandi ársfjórðungi. Starfsmenn bankans voru ekki í miklu partýstuði strax eftir niðurskurðinn. Árlegt Októberfest Arion var blásið af enda lítil stemning fyrir fjöri á þeim tímapunkti. „Maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta,“ eins og meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélagi Arion banka, orðaði það að kvöldi uppsagnadagsins 26. september.
Íslenskir bankar Tónlist Tengdar fréttir Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30
Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33