Fótbolti

UEFA beygði reglurnar til að koma Ronaldo inn í úrvalslið ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fékk sérmeðferð hjá UEFA,
Cristiano Ronaldo fékk sérmeðferð hjá UEFA, Getty/y Giuseppe Maffia

Cristiano Ronaldo átti það á hættu að komast ekki í úrvalslið ársins hjá Knattspyrnusambandi Evrópu en menn þar á bæ fóru öðruvísi leið til þess að koma í veg fyrir það.

Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur heimildir fyrir því að UEFA menn hafi beygt reglurnar aðeins til að þess að koma Ronaldo í liðið.

Knattspyrnuáhugafólk fékk það verkefni að kjósa úrvalslið ársins og var lagt upp með að nota 4-3-3 leikerfið eins og oftast áður.


Þegar úrvalsliðið var svo tilkynnt kom í ljós að það var sett upp í hinu óvenjulega leikkerfi 4-2-4.

Cristiano Ronaldo fékk nefnilega færri atkvæði en framherjarnir Lionel Messi, Sadio Mane og Robert Lewandowski.

UEFA fjölgaði þá bara í sóknarlínunni og fórnaði Chelsea-manninum N'Golo Kante samkvæmt heimildum ESPN.

Aðrir leikmenn í úrvalsliði UEFA voru markvörðurinn Allison Becker, varnarmennirnir Matthijs de Ligt, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson auk miðjumannanna Kevin de Bruyne og Frenkie de Jong.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.