Handbolti

Hvít-Rússar lítil fyrirstaða fyrir Þjóðverja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þjóðverjar eru komnir með tvö stig í milliriðli I.
Þjóðverjar eru komnir með tvö stig í milliriðli I. vísir/epa

Þýskaland er komið með tvö stig í milliriðli I á EM 2020 í handbolta eftir öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 23-31, í kvöld.


Þjóðverjar leiddu allan leikinn og náðu snemma góðu forskoti. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 4-11, Þýskalandi í vil. Sami munur var á liðunum í hálfleik, 11-18.

Hvít-Rússar náðu aldrei að velgja Þjóðverjum undir uggum í seinni hálfleik. Þegar yfir lauk munaði átta mörkum á liðunum. Lokatölur 23-31, Þýskalandi í vil.

Timo Kastening nýtti tækifærið í byrjunarliði Þjóðverja vel og skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Philipp Weber og Julius Kühn skoruðu fjögur mörk hvor.

Uladzislau Kulesh skoraði sex mörk fyrir Hvít-Rússa og Mikita Vailpau fjögur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.