Körfubolti

Sigurganga Utah stöðvuð og Grikkinn heldur á­fram að fara á kostum | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giannis í leiknum í nótt.
Giannis í leiknum í nótt. vísir/getty

Fimm leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt og tveir þeirra fóru alla leið í framlengingu.

Sigurganga Utah Jazz var stöðuð í nótt er liðið tapaði í framlengdum leik gegn New Orleans á útvielli, 132-138. Staðan var 122-122 eftir venjuegan leiktíma.

Donovan Mitchell var í miklu stuði í liði Utah en hann gerði 46 stig. Brandon Ingram gerði 49 stig fyrir heimamenn í New Orleans.


Einnig var framlengt er Golden State Warriors tapaði á heimavelli, 134-131, fyrir Denver en staðan var 113-113. Tíunda tap Golden State í röð sem hefur einungis unnið níu leiki í vetur.

Giannis Antetokounmpo átti enn einn magnaða leikinn fyrir Milwaukee en hann skoraði 32 stig, tók 17 fráköst og gaf sjö stoðsendingar er liði vann sigur á Boston, 128-123.


Þetta var fimmti sigur Milwaukee í röð en annað tap Boston í röð.

Öll úrslit næturinnar:
Phoenix - New York 121-98
Utah - New Orleans 132-138
Boston - Milwaukee 123-128
Denver - Golden State 134-131
Orlando - LA Clippers 95-122

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.