Körfubolti

Sigurganga Utah stöðvuð og Grikkinn heldur á­fram að fara á kostum | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giannis í leiknum í nótt.
Giannis í leiknum í nótt. vísir/getty

Fimm leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt og tveir þeirra fóru alla leið í framlengingu.

Sigurganga Utah Jazz var stöðuð í nótt er liðið tapaði í framlengdum leik gegn New Orleans á útvielli, 132-138. Staðan var 122-122 eftir venjuegan leiktíma.

Donovan Mitchell var í miklu stuði í liði Utah en hann gerði 46 stig. Brandon Ingram gerði 49 stig fyrir heimamenn í New Orleans.



Einnig var framlengt er Golden State Warriors tapaði á heimavelli, 134-131, fyrir Denver en staðan var 113-113. Tíunda tap Golden State í röð sem hefur einungis unnið níu leiki í vetur.

Giannis Antetokounmpo átti enn einn magnaða leikinn fyrir Milwaukee en hann skoraði 32 stig, tók 17 fráköst og gaf sjö stoðsendingar er liði vann sigur á Boston, 128-123.



Þetta var fimmti sigur Milwaukee í röð en annað tap Boston í röð.

Öll úrslit næturinnar:

Phoenix - New York 121-98

Utah - New Orleans 132-138

Boston - Milwaukee 123-128

Denver - Golden State 134-131

Orlando - LA Clippers 95-122

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×