Viðskipti innlent

Inn­kalla Þara­töflur frá Gula miðanum

Atli Ísleifsson skrifar
Þaratöflur,
Þaratöflur, heilsa

Heilsa ehf. hefur innkappað Þaratöflur frá Gula miðanum að kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Í tilkynningu frá Heilsu segir að ástæða innköllunar sé að í vörunni hafi fundist of hátt magn joðs miðað við efri öryggismörk Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, EFSA.

„Varan inniheldur 800 mcg af joði í hverjum skammti en mörkin eru 600 mcg.

Vöruheiti: GM Þaratöflur 120 st.
Vörunr: 00thar
Strikanr: 5690684000127
Framleiðslulota: Allar
Dagsetning: Allar

Við biðjum alla sem hafa vöruna undir höndum að skila henni til sölustaðar gegn endurgreiðslu. 

Varan hefur verið seld í eftirfarandi heilsuverslunum, apótekum: Apótekaranum, Apóteki Garðabæjar, Apóteki Hafnarfjarðar, Apóteki Mosfellsbæjar, Apóteki Vesturlands, Apótekinu, Austurbæjarapóteki, Árbæjarapóteki, Borgar Apóteki, Garðs Apóteki, Heilsuhúsinu, Lyfjaveri / Heilsuveri, Lyfju, Lyfjum og heilsu, Reykjanesapóteki, Reykjavíkur Apóteki, Rima apóteki, Siglufjarðar Apóteki og Urðarapóteki.

Varan hefur verið seld í eftirfarandi verslunum og stórmörkuðum: Fjarðarkaup, Hagkaup, Hlíðarkaup, Iceland, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjörbúðinni, Krónunni, Melabúðin, Nettó og Verslun Einars Ólafssonar,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.