Arsenal fékk einungis stig á heima­velli gegn ný­liðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arsenal voru ekki sáttir með Mike Dean í dag.
Arsenal voru ekki sáttir með Mike Dean í dag. vísir/getty

Arsenal og Sheffield United gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Emirates-leikvanginum í dag.

Leikurinn var rólegur framan af en á lokamínútu fyrri hálfleiks komst Arsenal yfir.

Eftir laglega spilamennsku gaf Bukayo Saka boltann fyrir markið, af varnarmanni barst hann á Gabriel Martinelli sem kom boltanum í netið.

Mike Dean var að dæma sinn 500. leik í enska boltanum í dag en hann var ekki vinsæll á Emirates er hann dæmdi ekki víti þegar Pepe féll í teignum á 68. mínútu.

Það var sjö mínútum fyrir leikslok sem John Fleck jafnaði metin. Eftir fyrirgjöf klippti hann boltann skemmtilega í netið. Lokatölur 1-1.
Arsenal er í 10. sæti deildarinnar með 29 stig en Sheffield er í sjöunda sætinu með fjórum stigum fleiri en Skytturnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.