Enski boltinn

Gylfi fær ekki tæki­færi á að leika eftir drauma­markið gegn West Ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar markinu gegn West Ham.
Gylfi fagnar markinu gegn West Ham. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með Everton um helgina er liðið mætir West Ham á útivelli.

Síðan Carlo Ancelotti tók við Everton hefur Gylfi Þór byrjað alla leiki liðsins; bæði í deild og bikar.

Gylfi Þór er meiddur og verður ekki orðinn leikfær á morgun en síðast skoraði Gylfi draumamark gegn West Ham þann 19. október síðastliðinnÞað verður ekki bara Gylfi sem verður ekki með Everton á morgun en Richarlison er einnig á meiðslalistanum.

Blóðtaka fyrir Everton en Richarlison skoraði einmitt sigurmarkið gegn Brighton um síðustu helgi.

Everton er í 11. sæti deildarinnar en West Ham er í 16. sætinu. David Moyes var ekki fyrir svo löngu ráðinn stjóri West Ham.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.