Körfubolti

Martin ískaldur og setti niður tvo þrista á ögurstundu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin heldur áfram að gera það gott með Alba Berlin í EuroLeague.
Martin heldur áfram að gera það gott með Alba Berlin í EuroLeague. vísir/getty

Martin Hermannsson átti hvað stærstan þátt í að Alba Berlin vann Rauðu stjörnuna, 85-94, á útivelli í EuroLeague í gær.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 79-79, og því réðust úrslitin í framlengingu.

Þar var Martin gulls ígildi og skoraði tvær þriggja stiga körfur. Hann skoraði sex af 15 stigum Alba Berlin í framlengingunni.

Martin skoraði alls 13 stig og var næststigahæstur í liði Alba Berlin sem hefur unnið tvo útileiki í röð í EuroLeague.

Það helsta úr leik Alba Berlin og Rauðu stjörnunnar má sjá hér fyrir neðan, þ.á.m. þriggja stiga körfur Martins í framlengingunni.

Klippa: Martin frábær á ögurstundu

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.