Körfubolti

69 stig frá West­brook og Hard­en dugðu ekki til gegn Lebron og fé­lögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron flýgur hátt í leiknum í nótt.
LeBron flýgur hátt í leiknum í nótt. vísir/getty

Ellefu leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt en stórleikurinn fór fram í Houston þar sem Los Angeles Lakers var í heimsókn.

Það var ekki mikið um varnarleik hjá báðum liðum en Lakers hafði betur að endingu. Lokatölur urðu 124-115 en þetta var 34. sigur Lakers í vetur.

LeBron James var stigahæstur hjá Lakers með 31 stig. Þar að auki tók hann fimm fráköst og gaf tólf stoðsendingar.







Russell Westbrook (35 stig) og James Harden (34 stig) gerðu 69 af 115 stigum Houston en þetta var þriðja tap liðsins í röð.

Zach LaVine var stigahæsti leikmaður næturinnar. Hann skoraði 42 stig er Chicago vann nauman sigur á Cleveland á heimavelli, 118-116.

LaVine tók að auki sex fráköst en Kevin Love var stigahæstur hjá gestunum í Cleveland. Hann skraði 29 stig og gaf sex stoðsendingar.







Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, skoraði 29 stig og tók tólf fráköst er Milwaukee vann öruggan sigur á Brooklyn, 117-97. Sjötti sigur Milwaukee í röð og 38. í 44 leikjum.

Úrslit næturinnar:

LA Clippers - New Orleans 133-130

Milwaukee - Brooklyn 117-97

Phoenix - Boston 123-119

Detroit - Atlanta 136-103

Philadelphia - New York 90-87

Cleveland - Chicago 116-118

Toronto - Minnesota 122-112

Orlando - Golden State 95-109

LA Lakers - Houston 124-115

Portland - Oklahoma 106-119

Sacramento - Utah 101-123



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×