Fótbolti

54 ára bið á enda og nú með leik­menn á borð við Iniesta, David Villa og Podol­ski

Anton Ingi Leifsson skrifar
Villa lyftir bikarnum á loft í nótt.
Villa lyftir bikarnum á loft í nótt. vísir/getty

Vissel Kobe hefur loksins unnið til verðlauna í japanska boltanum en þetta er fyrstu verðlaun liðsins í 54 ár.

Liðið vann 2-0 sigur á Kashima Antlers í úrslitaleknum í nótt og lyftu þar af leiðandi Emperors bikarnum sem keppt er um í Japan.

Þetta var einnig fyrsti leikurinn sem fór fram á þjóðarleikvanginum í Tókýó en hann verður notaður fyrir Ólympíuleikanna þar í landi á þessu ári.







Andres Iniesta og Lukas Podolski voru í byrjunarliðinu en Villa kom inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok.

Þetta var hans síðasti leikur á frábærum ferli en han hefur unnið HM og EM með spáni sem og unnið gull í Meistaradeild Evrópu.

Þetta eru ekki einu þekktu mennirnir í liði Kobe því Hiroshi Mikitani, eigandi Kobe, hefur fjárfest mikið í liðinu að undanförnu.

Thomas Vermaelen, fyrrum varnarmaður Barcelona og Arsenal, og Sergi Samper, fyrrum miðjumaður Barcelona, eru einnig í liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×