Jóna María skellir í lás í Bæjarlindinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 07:35 Jóna María hefur verið liðtæk á samfélagsmiðlum verslunar sinnar og klæddist gjarnan eigin hönnun og vörum - og birti á Facebook, líkt og sjá má hér til vinstri. Samsett/Jóna María Design/ja.is Hönnunar- og fataverslunin Jóna María í Bæjarlind hættir á næstu vikum eftir rekstur í nær áratug. Eigandi verslunarinnar, Jóna María Norðdahl, greindi frá þessu á Facebook í gær og segir jafnframt frá tímamótunum í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Núna er lokaútsala Jónu Maríu fatamerkisins, verslunin hættir. Það verður engin vefverslun, Jóna María-fatamerkið hættir. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á síðastliðnum fimm árum,“ segir Jóna María í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu verslunarinnar. Hún segir vegferð sína sem verslunareigandi og hönnuður hafa verið ævintýri. Hún hóf fyrst rekstur árið 2005 og framleiddi þá fylgihluti og handgert skart fyrir erlenda ferðamenn. Þá opnaði hún verslun sína fyrst á Laugavegi, flutti þaðan í Akralind í Kópavogi og loks í Bæjarlind, þar sem hún stóð í fimm ár. „Þetta er búið að vera mér ómetanlegt að hafa fengið að hanna fyrir ykkur, fallegu konur, og ég vona að þið hafið verið að njóta. Af því að alltaf þegar ég er að hanna þá hugsa ég um að ykkur líði vel […], að ykkur finnist þið fallegar og himneskar, sem þið eruð,“ segir Jóna María við fylgjendur sína og viðskiptavini. Jóna María segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi hannað, framleitt og selt yfir 11 þúsund flíkur á ári. Ævintýrið sé hins vegar nú á enda, m.a. vegna breyttra kauphátta Íslendinga og hækkandi launa- og leigukostnaðar. „Það er margt sem spilar inn í þegar það er íslensk hönnun og framleiðsla, sem er að verða nánast útdauð.“ Jóna María gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað þegar útsölu sem nú stendur yfir lýkur, að öllum líkindum eftir rúmar tvær vikur. Kópavogur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Hönnunar- og fataverslunin Jóna María í Bæjarlind hættir á næstu vikum eftir rekstur í nær áratug. Eigandi verslunarinnar, Jóna María Norðdahl, greindi frá þessu á Facebook í gær og segir jafnframt frá tímamótunum í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Núna er lokaútsala Jónu Maríu fatamerkisins, verslunin hættir. Það verður engin vefverslun, Jóna María-fatamerkið hættir. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á síðastliðnum fimm árum,“ segir Jóna María í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu verslunarinnar. Hún segir vegferð sína sem verslunareigandi og hönnuður hafa verið ævintýri. Hún hóf fyrst rekstur árið 2005 og framleiddi þá fylgihluti og handgert skart fyrir erlenda ferðamenn. Þá opnaði hún verslun sína fyrst á Laugavegi, flutti þaðan í Akralind í Kópavogi og loks í Bæjarlind, þar sem hún stóð í fimm ár. „Þetta er búið að vera mér ómetanlegt að hafa fengið að hanna fyrir ykkur, fallegu konur, og ég vona að þið hafið verið að njóta. Af því að alltaf þegar ég er að hanna þá hugsa ég um að ykkur líði vel […], að ykkur finnist þið fallegar og himneskar, sem þið eruð,“ segir Jóna María við fylgjendur sína og viðskiptavini. Jóna María segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi hannað, framleitt og selt yfir 11 þúsund flíkur á ári. Ævintýrið sé hins vegar nú á enda, m.a. vegna breyttra kauphátta Íslendinga og hækkandi launa- og leigukostnaðar. „Það er margt sem spilar inn í þegar það er íslensk hönnun og framleiðsla, sem er að verða nánast útdauð.“ Jóna María gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað þegar útsölu sem nú stendur yfir lýkur, að öllum líkindum eftir rúmar tvær vikur.
Kópavogur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira