Enski boltinn

Man. United úti­lokar að fá Erik­sen í janúar­glugganum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eriksen í leik Tottenham á dögunum.
Eriksen í leik Tottenham á dögunum. vísir/getty

Manchester United hefur hætt við að reyna fá miðjumann Tottenham, Christian Eriksen, til liðsins í janúarglugganum.

Sögusagnir höfðu verið um að United hafi boðið 20 milljónir punda í danska miðjumanninn en samningur hans við Lundúnarliðið í sumar.

Það er ekki rétt. United hefur ekki boðið í Danann í janúar en þeir reyndu að krækja í hann síðasta sumar án árangurs.







Þó er ekki útilokað að Eriksen fari frá Tottenham í janúar en Inter Milan er talinn líklegur áfangastaður.

Giuseppe Marotta, stjórnarformaður Inter, sagði í vikunni að þeir höfðu áhuga á Eriksen en ekki hafi átt sér neinar viðræður við Tottenham.

Arturo Vidal er einnig sagður á óskalista Inter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×