Handbolti

Rúnar Sigtryggsson tekur við sextán ára landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þjálfarateymi U-16 ára landsliðs karla í handbolta verður skipað þeim Andra Sigfússyni, Rúnar Sigtryggssyni og Jóni Gunnlaugi Viggóssyni.
Þjálfarateymi U-16 ára landsliðs karla í handbolta verður skipað þeim Andra Sigfússyni, Rúnar Sigtryggssyni og Jóni Gunnlaugi Viggóssyni. Mynd/HSÍ

Rúnar Sigtryggsson hefur gert samning við Handknattleiksamband Íslands um að taka við þjálfun sextán ára landsliðs karla.

Handknattleiksambandið segir frá því á miðlum sínum að sambandið hafi ráðið Rúnar Sigtryggsson sem nýjan þjálfara U-16 ára landsliðs karla. Halldór Jóhann Sigfússon og Kári Garðarsson voru áður þjálfarar liðsins.

Rúnar Sigtryggsson lét að störfum sem þjálfari Stjörnunnar í Olís deild karla eftir síðasta tímabil en hann hefur mikla reynslu sem bæði leikmaður og þjálfari.

Rúnar lék á sínum tíma 118 leiki fyrir A landsliðið og skoraði í 105 mörk, hann var meðal annars í liðinu sem náði 4. sæti á EM í Svíþjóð 2002 þá lék hann einnig á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004.

Á þjálfaraferli sínum hefur Rúnar þjálfað Eisenach, EHV Aue og Balingen-Weilstetten í Þýskalandi en á Íslandi hefur hann starfað bæði fyrir Akureyri og Stjörnuna.

Rúnari til aðstoðar verða þeir Jón Gunnlaugur Viggósson og Andri Sigfússon en þeir eru báðir íþróttafræðingar og hafa víðtæka reynslu af þjálfun hér heima.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.