Hefnd er ekki sjúkdómur og fyrirgefning engin allsherjar lækning Kristín I. Pálsdóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir skrifa 11. ágúst 2020 14:02 „Hefndin er sæt“ gefur til kynna að tilfinningin sem fylgir því að hefna sín sé eftirsóknarverð. Samkvæmt orðabókinni merkir að hefna að gjalda illt með illu og að ná sér niðri á einhverjum en einnig að refsa eða hegna. Það hefur því jafnan verið talið til dyggða að vera ekki hefnigjörn og að þeim farnist illa sem leita hefnda, sérstaklega á það við um konur. Hallgerður langbrók, ein þekktasta kvenhetja Íslendingasagnanna, er sögð hafa verið glæsileg kona, hávaxin og fögur en ákaflega skapmikil og hefnigjörn og hafa staðið í stöðugum deilum. Bæði hjónabönd hennar enduðu illa og hún flæktist inn í fleiri deilur og átök eftir að Gunnar var fallinn. „Rétt“ skilgreining á fyrirgefningunni Reitt fólk sem leitar hefnda fær ekki oft jákvæðar viðtökur. Og í þessu sambandi er stundum sagt óheilbrigt að ala með sér hefndarþorsta og gremju út í gerendur ofbeldis og til að losna undan þessu þurfi einstaklingurinn að fyrirgefa. Hefnd er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna einhvern af og þar af leiðandi er fyrirgefningin engin lækning. Hefndin getur vissulega verið vandamál en hún getur líka falið í sér lausn og á sama hátt getur fyrirgefningin verið hjálpleg en jafnframt valdið skaða. Þegar ýjað er að því að viðkomandi eigi að fyrirgefa er stundum sagt að fyrirgefningin sé fyrir brotaþolann en ekki gerandann eða að fyrirgefningin sé gríðarlega mikilvæg ef réttur skilningur er lagður í hana. Þegar reynt er að þrýsta á þolandann að upplifa hina „réttu“ skilgreiningu á fyrirgefningunni getur falist í því gaslýsing eða tilfinningaleg kúgun. Þolandi ofbeldis þarf ekki að afsaka eða gleyma ofbeldinu Samkvæmt orðabókinni merkir sögnin að fyrirgefa að afsaka, forláta eða gleyma mótgerð. Með öðrum orðum felst í fyrirgefningunni að þolandi afsaki, fyrirgefi og gleymi því sem gert er á móti henni. Það er bæði særandi og alvarlegt að hvetja þolendur til að fyrirgefa þeim sem beittu þær ofbeldi og varpar ábyrgðinni frá geranda til þolanda. En mörg gera það samt, sérstaklega þau sem finnst óþægilegt að þolendur séu reiðar, vilji ná fram réttlátri hefnd og að ekki sé hægt að stjórna þeim. Fyrirgefa sjálfri þér – fyrir hvað? Sumir segja að eina nauðsynlega fyrirgefningin sé sú að við fyrirgefum okkur sjálfum. En þá er mikilvægt að taka ekki á sig sök annarra og vera vel meðvitaðar um fyrir hvað við ættum að fyrirgefa okkur. Látum gerendur bera ábyrgðina Sú menning að ýta á þolendur að fyrirgefa og þar með bera byrðarnar af ofbeldinu sem þær hafa verið beittar er ekki bara skaðleg fyrir þær sjálfar heldur er hún líka skaðleg fyrir samfélagið sem hlífir gerendum við ábyrgð gjörða sinna og viðheldur þannig gerendavænni menningu. Höfundar eru ráðskonur í Rótinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Hefndin er sæt“ gefur til kynna að tilfinningin sem fylgir því að hefna sín sé eftirsóknarverð. Samkvæmt orðabókinni merkir að hefna að gjalda illt með illu og að ná sér niðri á einhverjum en einnig að refsa eða hegna. Það hefur því jafnan verið talið til dyggða að vera ekki hefnigjörn og að þeim farnist illa sem leita hefnda, sérstaklega á það við um konur. Hallgerður langbrók, ein þekktasta kvenhetja Íslendingasagnanna, er sögð hafa verið glæsileg kona, hávaxin og fögur en ákaflega skapmikil og hefnigjörn og hafa staðið í stöðugum deilum. Bæði hjónabönd hennar enduðu illa og hún flæktist inn í fleiri deilur og átök eftir að Gunnar var fallinn. „Rétt“ skilgreining á fyrirgefningunni Reitt fólk sem leitar hefnda fær ekki oft jákvæðar viðtökur. Og í þessu sambandi er stundum sagt óheilbrigt að ala með sér hefndarþorsta og gremju út í gerendur ofbeldis og til að losna undan þessu þurfi einstaklingurinn að fyrirgefa. Hefnd er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna einhvern af og þar af leiðandi er fyrirgefningin engin lækning. Hefndin getur vissulega verið vandamál en hún getur líka falið í sér lausn og á sama hátt getur fyrirgefningin verið hjálpleg en jafnframt valdið skaða. Þegar ýjað er að því að viðkomandi eigi að fyrirgefa er stundum sagt að fyrirgefningin sé fyrir brotaþolann en ekki gerandann eða að fyrirgefningin sé gríðarlega mikilvæg ef réttur skilningur er lagður í hana. Þegar reynt er að þrýsta á þolandann að upplifa hina „réttu“ skilgreiningu á fyrirgefningunni getur falist í því gaslýsing eða tilfinningaleg kúgun. Þolandi ofbeldis þarf ekki að afsaka eða gleyma ofbeldinu Samkvæmt orðabókinni merkir sögnin að fyrirgefa að afsaka, forláta eða gleyma mótgerð. Með öðrum orðum felst í fyrirgefningunni að þolandi afsaki, fyrirgefi og gleymi því sem gert er á móti henni. Það er bæði særandi og alvarlegt að hvetja þolendur til að fyrirgefa þeim sem beittu þær ofbeldi og varpar ábyrgðinni frá geranda til þolanda. En mörg gera það samt, sérstaklega þau sem finnst óþægilegt að þolendur séu reiðar, vilji ná fram réttlátri hefnd og að ekki sé hægt að stjórna þeim. Fyrirgefa sjálfri þér – fyrir hvað? Sumir segja að eina nauðsynlega fyrirgefningin sé sú að við fyrirgefum okkur sjálfum. En þá er mikilvægt að taka ekki á sig sök annarra og vera vel meðvitaðar um fyrir hvað við ættum að fyrirgefa okkur. Látum gerendur bera ábyrgðina Sú menning að ýta á þolendur að fyrirgefa og þar með bera byrðarnar af ofbeldinu sem þær hafa verið beittar er ekki bara skaðleg fyrir þær sjálfar heldur er hún líka skaðleg fyrir samfélagið sem hlífir gerendum við ábyrgð gjörða sinna og viðheldur þannig gerendavænni menningu. Höfundar eru ráðskonur í Rótinni.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar