Körfubolti

Fínar tölur LeBron í sigri og Booker heitur | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron var flottur í nótt.
LeBron var flottur í nótt. vísir/getty

LeBron James skoraði 29 stig og gaf tólf stoðsendingar er Los Angeles Lakers vann þriggja stiga sigur á Denver, 124-121.

Lakers hafði nú þegar tryggt sér toppsæti vesturdeildarinnar en þeir höfðu tapað tveimur leikjum í röð fyrir leik næturinnar.

Devin Booker gerði 35 stig er Phoenix vann sjötta leikinn í röð. Þeir unnu 128-101 sigur á Oklahoma í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Oklahoma - Phoenix 101-128

Dallas - Utah 122-114

Toronto - Milwaukee 114-106

Indiana - Miami 92-114

Denver - LA Lakers 121-124

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.