Viðskipti erlent

At­vinnu­leysi á Bret­landi ekki aukist hraðar síðan í kreppunni 2009

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þeir sem hafa misst mest úr vinnu á Bretlandi frá því í Apríl eru ungir, aldnir og þeir sem vinna verkavinnu.
Þeir sem hafa misst mest úr vinnu á Bretlandi frá því í Apríl eru ungir, aldnir og þeir sem vinna verkavinnu. Getty/Jonathan Brady

Atvinnuleysi á Bretlandi hefur aukist gríðarlega frá því í vor og er meira en áratugur síðan það hefur aukist svona gríðarlega á stuttum tíma. Meira en 220 þúsund manns misstu vinnuna frá Apríl fram í Júní, samkvæmt tölum frá Hagstofu Bretlands.

Svona margir hafa ekki misst vinnuna á svo stuttum tíma frá því á tímabilinu maí til júlí 2009, þegar heimskreppan var í hámælum. Samkvæmt frétt BBC er atvinnuleysið nú þó ekki jafn slæmt og áætlað var vegna þess að mörg fyrirtæki hafi nýtt sér eins konar hlutabótaleið á vegum breskra yfirvalda.

Hagfræðingar hafa þó sagt að þyngsti skellurinn komi ekki fyrr en í lok október þegar hlutabótaleiðin rennur út. Þá muni enn fleiri missa atvinnu sína. Þá hefur meðaltal vinnustunda hrunið og heldur áfram að hrynja, en aldrei hafa færri vinnustundir verið unnar í ár.

Þá kemur fram í skýrslu Hagstofunnar að yngstu launþegarnir, þeir elstu og þeir sem vinna verkavinnu hafi verið líklegastir til að þurfa að vera frá launaðri vinnu í einhvern tíma á meðan á faraldrinum hefur staðið.


Tengdar fréttir

Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð

Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur.

Í upp­hafi krefjandi vetrar

Það eru vægast sagt óvenjulegar aðstæður uppi nú þegar líður að hausti. Við vitum ekki hvernig sóttvörnum verður háttað í nánustu framtíð en vitum þó að áframhaldandi röskun verður á okkar daglega lífi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.