Einu mistök dagsins hjá nýja meistaranum voru þegar hann lyfti bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 09:00 Collin Morikawa er ekki vanur að lyfta bikurum eins og sást í nótt. Getty/Sean M. Haffey/ Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa tryggði sér í nótt sigur á fyrsta risamóti ársins í golfi þegar hann vann PGA-mótið í Kaliforníu. Spennan var mikil á lokahringnum og um tíma voru sex kylfingar jafnir á toppnum á lokasprettinum. Collin Morikawa náði hins vegar erni á sextándu holunni og vann að lokum með tveggja högga forskoti. Morikawa komst þar með í hóp með Tiger Woods, Jack Nicklaus og Rory McIlroy eins og sjá má hér fyrir neðan. "The California kid is the new star in the game of golf!"@Collin_Morikawa is the winner of the 2020 PGA Championship. pic.twitter.com/KyCXV8cvyG— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa spilaði holurnar 72 á þrettán höggum undir pari en næstir komu Englendingurinn Paul Casey og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á ellefu höggum undir pari. Dustin Johnson var efstur fyrir lokadaginn. Collin Morikawa var aðeins að taka þátt í sínu öðru risamóti á ferlinum en góð spilamennska í sumar var búin að koma honum upp í tólfta sætið á heimslistanum. Hinn 23 ára gamli Collin Morikawa varð í öðru sæti á Charles Schwab Challenge í júní og vann síðan Workday Charity Open í síðasta mánuði. Hann var ekki í toppbaráttunni framan af móti en blandaði sér í baráttuna með því að spila þriðja daginn á 65 höggum. Fylgdi því síðan eftir með að spila lokahringinn á 64 höggum. Collin Morikawa var tveimur höggum á eftir Dustin Johnson fyrir síðasta daginn. Morikawa spilaði lokahringinn síðan á sex höggum undir pari, fékk einn örn, fjóra fugla og paraði síðan hinar holurnar. Jack.Tiger.Rory. and now ...Collin. pic.twitter.com/iw2LBXEgrO— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa kom þannig í veg fyrir að Paul Casey ynni loksins sitt fyrsta risamót á ferlinum. Morikawa var aðeins fjögurra ára gamall þegar Casey vann sitt fyrsta mót á Evróputúrnum árið 2001. Paul Casey hefur oftast verið meðal fimmtíu efstu á heimslistanum síðan. Casey átti bara ekki svör við frábærri spilamennsku Collin Morikawa sem gerði engin mistök á lokadeginum. Reyndar gerði Morikawa ein mistök en það var bara þegar hann var að lyfta bikarnum eins og sjá má hér fyrir neðan. CongratulatiOH NO! #PGAChamp pic.twitter.com/p6NjsSNs7G— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Golf Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa tryggði sér í nótt sigur á fyrsta risamóti ársins í golfi þegar hann vann PGA-mótið í Kaliforníu. Spennan var mikil á lokahringnum og um tíma voru sex kylfingar jafnir á toppnum á lokasprettinum. Collin Morikawa náði hins vegar erni á sextándu holunni og vann að lokum með tveggja högga forskoti. Morikawa komst þar með í hóp með Tiger Woods, Jack Nicklaus og Rory McIlroy eins og sjá má hér fyrir neðan. "The California kid is the new star in the game of golf!"@Collin_Morikawa is the winner of the 2020 PGA Championship. pic.twitter.com/KyCXV8cvyG— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa spilaði holurnar 72 á þrettán höggum undir pari en næstir komu Englendingurinn Paul Casey og Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á ellefu höggum undir pari. Dustin Johnson var efstur fyrir lokadaginn. Collin Morikawa var aðeins að taka þátt í sínu öðru risamóti á ferlinum en góð spilamennska í sumar var búin að koma honum upp í tólfta sætið á heimslistanum. Hinn 23 ára gamli Collin Morikawa varð í öðru sæti á Charles Schwab Challenge í júní og vann síðan Workday Charity Open í síðasta mánuði. Hann var ekki í toppbaráttunni framan af móti en blandaði sér í baráttuna með því að spila þriðja daginn á 65 höggum. Fylgdi því síðan eftir með að spila lokahringinn á 64 höggum. Collin Morikawa var tveimur höggum á eftir Dustin Johnson fyrir síðasta daginn. Morikawa spilaði lokahringinn síðan á sex höggum undir pari, fékk einn örn, fjóra fugla og paraði síðan hinar holurnar. Jack.Tiger.Rory. and now ...Collin. pic.twitter.com/iw2LBXEgrO— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020 Collin Morikawa kom þannig í veg fyrir að Paul Casey ynni loksins sitt fyrsta risamót á ferlinum. Morikawa var aðeins fjögurra ára gamall þegar Casey vann sitt fyrsta mót á Evróputúrnum árið 2001. Paul Casey hefur oftast verið meðal fimmtíu efstu á heimslistanum síðan. Casey átti bara ekki svör við frábærri spilamennsku Collin Morikawa sem gerði engin mistök á lokadeginum. Reyndar gerði Morikawa ein mistök en það var bara þegar hann var að lyfta bikarnum eins og sjá má hér fyrir neðan. CongratulatiOH NO! #PGAChamp pic.twitter.com/p6NjsSNs7G— PGA TOUR (@PGATOUR) August 10, 2020
Golf Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira