Golf

Tiger ekki spilað á færri höggum á opnunar­hring síðan 2012

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger ásamt kylfusveininum Joe Lecava.
Tiger ásamt kylfusveininum Joe Lecava. vísir/getty

Tiger Woods náði sér vel á strik á fyrsta hring á PGA-meistaramótinu en hann lék á 68 höggum í gær.

Tiger hefur ekki spilað á lægra skori á opnunarhring síðan á The Open árið 2012 og gefur hringurinn í gær góð fyrirheit fyrir mótið.

„Stærsta hluta dagsins sló ég boltann á rétta staði. Á þessum velli, ef þú missir boltann út í hliðarnar eða út fyrir brautina, þá er enginn möguleiki á að koma boltanum inn á grínið. Mér fannst ég gera vel þar,“ sagði Tiger.

Tiger var á pari eftir tólf holur en náði svo í þrjá fugla á næstu fjórum holunum.

Tiger er í 20. sætinu á tveimur höggum undir pari en efstur eru þeir Jason Day og Brendon Todd á fimm höggum undir pari.

Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.