Golf

Jason Day í for­ystu | Níu jafnir í öðru sæti og Tiger í fínum málum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jason Day er efstur að loknum fyrsta hring á PGA-meistaramótinu í golfi.
Jason Day er efstur að loknum fyrsta hring á PGA-meistaramótinu í golfi. Tom Pennington/Getty Images

Það stefnir í hörkukeppni ef marka má fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Mótið fer fram á TPC Harding-vellinum sem er staðsettur í San Francisco í Bandaríkjunum. 

Jason Day, einn fjölmargra Bandaríkjamanna á mótinu, leiðir að loknum fyrsta hring en síðustu kylfingar dagsins voru að klára hringinn nú síðla kvölds.

Day lék á alls 65 höggum eða fimm höggum undir pari sem verður að teljast nokkuð gott. Það er hins vegar þéttur pakki og það má lítið út af bregða en alls eru níu kylfingar jafnir í öðru sæti mótsins að svo stöddu.

Þeir Scottie Scheffler, Martin Kaymer, Xander Schauffele, Bud Cauley, Zach Johnson, Brooks Koepka, Justin Rose, Brandon Steele og Mike Lorenzo-Vera, léku nefnilega allir á fjórum höggum undir pari vallarins í dag.

Tiger Woods átti einnig fínan dag en hann lék á 68 höggum eða tveimur höggum pari. Það þarf fara aftur til ársins 2012 til að finna jafn góðan fyrsta hring hjá hinum 44 ára gamla Tiger á meistaramóti í golfi.

Stöðuna í mótinu má finna á vef PGA-mótaraðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×