Golf

Enginn atvinnukylfingur í efstu þremur sætunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Axel Bóasson er enn í fínum málum þó hann sé ekki meðal efstu þriggja kylfinga á mótinu.
Axel Bóasson er enn í fínum málum þó hann sé ekki meðal efstu þriggja kylfinga á mótinu. VÍSIR/GSIMYNDIR.NET

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús eru ekki meðal efstu þriggja kylfinga eftir fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í golfi. Mótið fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ að þessu sinni.

Sem stendur eru þeir Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson jafnir í efsta sætinu en þeir léku hring dagsins á þremur höggum undir pari. Þar á eftir koma þeir Viktor Ingi Einarsson. Rúnar Arnórsson og Sverrir Haraldsson en þeir léku hring dagsins á tveimur höggum undir pari.

Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, átti ágætis hring í dag og er enn til alls líklegur. Axel fór hringinn á einu höggi undir pari en tvöfaldur skolli á á 4. holu kostaði hann í dag. Annars lék hann nokkuð stöðugt golf.

Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús – sem var talinn einkar sigurstranglegur fyrir mót – áttu ekki góðan hring í dag. Báðir léku á þremur höggum yfir pari og þurfa því spýta í lófana ætli þeir sér að ná efstu mönnum.

Kristófer Karl Karlsson, klúbbsmeistari Mosfellsbæjar, var í góðum málum framan af hring sínum í dag og stefndi í að hann yrði jafn efstu mönnum. Hann fékk hins vegar þrjá skolla á síðustu fjórum holum sínum og endaði hring dagsins því á pari.

Stöðuna á mótinu – í karlaflokki – má sjá inn á vef Golfsambandsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.