Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 13:00 Jón Arnór Stefánsson með Íslandsbikarinn sem hann tók við fyrir hönd KR-liðsins vorið 2019. Vísir/Daníel Þór KR-ingar ættu að vera farnir að þekkja það að missa máttarstólpa í sínu lið til annars félags í Domino´s deildinni í körfubolta. Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, gekk í dag til liðs við Valsmenn og mun spila með Hlíðarendafélaginu í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Það þýðir að þriðja árið í röð missir KR-liðið risaleikmann til annars íslensk félags. Brynjar Þór Björnsson fór til Tindastóls sumarið 2018 og Pavel Ermolinskij fór til Vals í fyrrasumar. Brynjar Þór var aðeins eitt ár í burtu en Pavel er ennþá leikmaður Vals og mun því spila með Jóni Arnóri í vetur. KR hefur orðið Íslandsmeistari sex ár í röð en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Pavel Ermolinskij hefur átt þátt í öllum þessum sex Íslandsmeistaratitlum KR-liðsins en Jón Arnór var með í þeim þremur síðustu. Brynjar Þór Björnsson var fyrirliði KR og búinn að lyfta Íslandsmeistaratitlinum fimm ár í röð þegar hann samdi við Tindastól fyrir 2018-19 tímabilið. Brynjar byrjaði frábærlega með Stólunum og slá meðal annars 27 ára gamalt met þegar hann skoraði sextán þriggja stiga körfur í leik á móti Breiðabliki. Brynjar Þór og félagar duttu út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni en Brynjar var með 15,4 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Tindastólsliðinu. Pavel Ermolinskij var búinn að vera leikstjórnandi og leiðtogi KR-liðsins í sjö Íslandsmeistaratitlum á níu árum þegar hann ákvað að semja við Val sumarið 2019. KR hafði þa orðið Íslandsmeistari á sjö tímabilum í röð með hann innanborðs því KR missti af titlinum 2012 og 2013 þegar Pavel var í atvinnumennsku út í Svíþjóð. Pavel Ermolinskij var líka í metaham eftir að hann gekk til liðs við Valsmenn. Pavel jafnaði þar með met Jóns Kr. Gíslasonar yfir flestar stoðsendingar hjá Íslending í einum deildarleik þegar hann gaf 17 stoðsendingar í leik á móti Fjölni. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Val björguðu sér frá falli en voru ekki á leið í úrslitakeppnina þegar deildin var stöðvuð útaf COVID-19. Pavel Ermolinskij var með 9,3 stig, 9,3 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á Íslandsmótinu. Jón Arnór Stefánsson tók við fyrirliðabandinu þegar Brynjar Þór Björnsson fór í Tindastóls. Jón Arnór tók þannig við Íslandsmeistarabikarnum vorið 2019. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira
KR-ingar ættu að vera farnir að þekkja það að missa máttarstólpa í sínu lið til annars félags í Domino´s deildinni í körfubolta. Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, gekk í dag til liðs við Valsmenn og mun spila með Hlíðarendafélaginu í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Það þýðir að þriðja árið í röð missir KR-liðið risaleikmann til annars íslensk félags. Brynjar Þór Björnsson fór til Tindastóls sumarið 2018 og Pavel Ermolinskij fór til Vals í fyrrasumar. Brynjar Þór var aðeins eitt ár í burtu en Pavel er ennþá leikmaður Vals og mun því spila með Jóni Arnóri í vetur. KR hefur orðið Íslandsmeistari sex ár í röð en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Pavel Ermolinskij hefur átt þátt í öllum þessum sex Íslandsmeistaratitlum KR-liðsins en Jón Arnór var með í þeim þremur síðustu. Brynjar Þór Björnsson var fyrirliði KR og búinn að lyfta Íslandsmeistaratitlinum fimm ár í röð þegar hann samdi við Tindastól fyrir 2018-19 tímabilið. Brynjar byrjaði frábærlega með Stólunum og slá meðal annars 27 ára gamalt met þegar hann skoraði sextán þriggja stiga körfur í leik á móti Breiðabliki. Brynjar Þór og félagar duttu út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni en Brynjar var með 15,4 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Tindastólsliðinu. Pavel Ermolinskij var búinn að vera leikstjórnandi og leiðtogi KR-liðsins í sjö Íslandsmeistaratitlum á níu árum þegar hann ákvað að semja við Val sumarið 2019. KR hafði þa orðið Íslandsmeistari á sjö tímabilum í röð með hann innanborðs því KR missti af titlinum 2012 og 2013 þegar Pavel var í atvinnumennsku út í Svíþjóð. Pavel Ermolinskij var líka í metaham eftir að hann gekk til liðs við Valsmenn. Pavel jafnaði þar með met Jóns Kr. Gíslasonar yfir flestar stoðsendingar hjá Íslending í einum deildarleik þegar hann gaf 17 stoðsendingar í leik á móti Fjölni. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Val björguðu sér frá falli en voru ekki á leið í úrslitakeppnina þegar deildin var stöðvuð útaf COVID-19. Pavel Ermolinskij var með 9,3 stig, 9,3 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á Íslandsmótinu. Jón Arnór Stefánsson tók við fyrirliðabandinu þegar Brynjar Þór Björnsson fór í Tindastóls. Jón Arnór tók þannig við Íslandsmeistarabikarnum vorið 2019.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira