Lokuðu í miðjum faraldri og opna ekki aftur Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. ágúst 2020 09:00 Búið er að byrgja fyrir glugga rýmisins við Hagamel þar sem Fisherman var til húsa. Þar áður var ritfangaverslunin Úlfarsfell rekin í rýminu. Vísir/Stína Fiskisjoppan Fisherman við Hagamel hefur skellt í lás til frambúðar. Staðnum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins í vor og opnaði ekki aftur. Framkvæmdastjóri Fisherman segir um að ræða rekstrarlega ákvörðun sem skrifist algjörlega á faraldurinn. Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. Veitingamenn hafa margir þurft að loka stöðum sínum tímabundið – og sumir um ókomna tíð. Faraldurinn hefur leikið veitingamenn í miðbænum einkar grátt, líkt og fram kom í samantekt ViðskiptaMoggans í júní. Þá hafði minnst tuttugu og átta veitingastöðum verið lokað á svæðinu vegna veirunnar. Veiruáhrifanna gætir einnig í Vesturbænum en þar hefur fiskisjoppu Fisherman, fiskverslun og matsölustað í gamalgrónum kjarna við Hagamel, verið lokað. Staðurinn var opnaður árið 2017 og átti miklum vinsældum að fagna. Þannig sat hann á tímabili í öðru sæti á vef TripAdvisor yfir bestu veitingastaði í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis stendur nú til að opna annan matsölustað í rýminu sem áður hýsti Fisherman. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman. Drógu sig úr harkinu Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Fisherman segir í samtali við Vísi að fiskisjoppunni hafi verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins strax á vormánuðum. Ákveðið hafi verið að opna ekki aftur og leigusamningurinn framseldur. „Við ákváðum að draga okkur úr veitingaharkinu, á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Elías. „Þetta er algjörlega Covid-aðgerð vegna þess að uppistaða viðskiptavinanna var erlendir gestir. Ekki spennandi rekstrarumhverfi fyrir svona stað á þessum tímum meðan gengur vel hjá okkur í öðru.“ Með lokun fiskisjoppunnar snýr rekstur Fisherman nú alfarið að framleiðslu og sölu á fiski og tengdum vörum. Reksturinn er á tveimur stöðum; Fiskislóð í Reykjavík og á Suðureyri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Fiskisjoppan Fisherman við Hagamel hefur skellt í lás til frambúðar. Staðnum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins í vor og opnaði ekki aftur. Framkvæmdastjóri Fisherman segir um að ræða rekstrarlega ákvörðun sem skrifist algjörlega á faraldurinn. Rekstrarumhverfi veitingastaða hefur verið einkar erfitt nú á tímum tveggja metra reglu, samkomubanns og brotthvarfs erlendra ferðamanna. Veitingamenn hafa margir þurft að loka stöðum sínum tímabundið – og sumir um ókomna tíð. Faraldurinn hefur leikið veitingamenn í miðbænum einkar grátt, líkt og fram kom í samantekt ViðskiptaMoggans í júní. Þá hafði minnst tuttugu og átta veitingastöðum verið lokað á svæðinu vegna veirunnar. Veiruáhrifanna gætir einnig í Vesturbænum en þar hefur fiskisjoppu Fisherman, fiskverslun og matsölustað í gamalgrónum kjarna við Hagamel, verið lokað. Staðurinn var opnaður árið 2017 og átti miklum vinsældum að fagna. Þannig sat hann á tímabili í öðru sæti á vef TripAdvisor yfir bestu veitingastaði í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis stendur nú til að opna annan matsölustað í rýminu sem áður hýsti Fisherman. Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman. Drógu sig úr harkinu Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Fisherman segir í samtali við Vísi að fiskisjoppunni hafi verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins strax á vormánuðum. Ákveðið hafi verið að opna ekki aftur og leigusamningurinn framseldur. „Við ákváðum að draga okkur úr veitingaharkinu, á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Elías. „Þetta er algjörlega Covid-aðgerð vegna þess að uppistaða viðskiptavinanna var erlendir gestir. Ekki spennandi rekstrarumhverfi fyrir svona stað á þessum tímum meðan gengur vel hjá okkur í öðru.“ Með lokun fiskisjoppunnar snýr rekstur Fisherman nú alfarið að framleiðslu og sölu á fiski og tengdum vörum. Reksturinn er á tveimur stöðum; Fiskislóð í Reykjavík og á Suðureyri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira