Handbolti

Guðmundur framlengir við HSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimsmeistaramótið í Egyptalandi verður tólfta stórmótið sem Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska landsliðinu á.
Heimsmeistaramótið í Egyptalandi verður tólfta stórmótið sem Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska landsliðinu á. vísir/andri marinó

Handknattleikssamband Íslands hefur framlengt samning Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara karlalandsliðsins, um eitt ár. Þetta staðfesti Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi í morgun.

Guðmundur er nú samningsbundinn HSÍ til 2022. Samningurinn sem hann gerði við HSÍ 2018 átti að renna út 2021.

Auk þess að þjálfa íslenska landsliðið er Guðmundur þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Melsungen. 

Hann tók við Melsungen í febrúar á þessu ári en náði aðeins að stýra liðinu í nokkrum leikjum áður en keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur gerði síðan samning við Melsungen út næsta tímabil.

Guðmundur tók í þriðja sinn við íslenska landsliðinu í febrúar 2018. Hann stýrði Íslandi á HM 2019 og EM 2020. Íslendingar enduðu í 11. sæti á báðum mótunum. Íslenska landsliðið er öruggt með sæti á HM í Egyptalandi á næsta ári. Dregið verður í riðla 5. september.

Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu áður á árunum 2001-04 og 2008-12. Undir hans stjórn vann Ísland til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar.

Alls hefur Guðmundur stýrt íslenska landsliðinu á ellefu stórmótum. Þá var hann aðstoðarþjálfari á einu stórmóti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.