Viðskipti innlent

Hafa sagt upp við­skipta­sam­böndum til að sporna gegn smá­lána­starf­semi

Sylvía Hall skrifar
Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík.
Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík.

Sparisjóður Strandamanna hefur gripið til viðeigandi ráðstafana til þess að koma í veg fyrir að innheimta í tengslum við smálánastarfsemi fari fram í gegnum reikninga sjóðsins. Viðskiptasambönd við viðskiptavini sem koma að smálánastarfsemi hafa verið skoðuð og einhverjum hefur verið sagt upp.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sparisjóðnum en fyrr í vikunni var greint frá því að Sparisjóðurinn veitti innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf. aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna. Þannig hafi ólögleg smálán verið innheimt í gegnum reikning sparisjóðsins.

Neytendasamtökin gagnrýndu viðskiptasamband sparisjóðsins við innheimtufyrirtækið og sögðust ítrekað hafa krafist svara um framhald þessa viðskiptasambands. Sögðu þau sparisjóðinn styðja við „skipulagða brotastarfsemi smálánafyrirtækja“ með þessu.

Sparisjóður Strandamanna fullyrðir að útgreiðsla smálána hafi aldrei verið heimil í gegnum sparisjóðinn, hvorki í gegnum „bankareikninga eða öpp með tengingar við Sparisjóðinn“.

„Sparisjóður Strandamanna var stofnaður 1891, Sjóðurinn hefur alla tíð eða í tæp 130 ár sýnt samfélagslega ábyrgð og hyggst gera það hér eftir sem hingað til,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki

Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur.

Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög

Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,57
13
108.045
EIK
1,56
3
46.561
ARION
1,01
9
128.645
HAGA
1,01
6
90.126
SKEL
0,65
6
104.251

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,21
35
15.820
ORIGO
-0,35
3
39.210
EIM
-0,19
6
13.518
BRIM
0
2
6.348
SIMINN
0
6
90.798
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.