Tap ferðamannaiðnaðarins þrefalt meira en í kreppunni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 16:50 Hrun varð í ferðamennsku í heiminum þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn skall á. Vísir/EPA Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í fjármálakreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). Faraldurinn svo gott sem lamaði ferðamennsku í heiminum tímabundið þegar ríki gripu til landamæralokana, útgöngu- og samkomubanna og annarra sóttvarnaráðstafana í vetur og vor. Aðeins hefur lifnað yfir ferðamennsku eftir að ríki byrjuðu að slaka á aðgerðum sínum. Í nýrri skýrslu UNWTO kemur fram að ferðamönnum fækkaði um 300 milljónir frá janúar til maí, um 56% á milli ára. Tekjutapið hafi numið jafnvirði meira en 43.000 milljarða íslenskra króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zurab Pololikashvili, framkvæmdastjóri UNTWO, segir tölurnar sýna fram á mikilvægi þess að koma ferðamennsku aftur af stöð um leið og það verður öruggt. „Gríðarlegt hrun í alþjóðlegri ferðamennsku setur lífsviðurværi margra milljóna í hættu, þar á meðal í þróunarríkjum,“ segir hann. Vart hefur orðið við bakslag í glímunni við faraldurinn sum staðar þar sem slakað hefur verið á höftum. Þannig settu bresk stjórnvöld Spán skyndilega aftur á lista yfir hættusvæði vegna faraldursins á sunnudag vegna fjölgunar smita á sumum svæðum þar í landi. Spænsk stjórnvöld hafa mótmælt því að ferðalangar sem koma til Bretlands frá Spáni þurfi nú að fara í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tengdar fréttir Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ferðamannaiðnaðurinn í heiminum hefur orðið af tugum þúsunda milljarða króna vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, um þrefalt meira en í fjármálakreppunni sem gekk yfir heiminn árið 2009, að mati ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). Faraldurinn svo gott sem lamaði ferðamennsku í heiminum tímabundið þegar ríki gripu til landamæralokana, útgöngu- og samkomubanna og annarra sóttvarnaráðstafana í vetur og vor. Aðeins hefur lifnað yfir ferðamennsku eftir að ríki byrjuðu að slaka á aðgerðum sínum. Í nýrri skýrslu UNWTO kemur fram að ferðamönnum fækkaði um 300 milljónir frá janúar til maí, um 56% á milli ára. Tekjutapið hafi numið jafnvirði meira en 43.000 milljarða íslenskra króna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Zurab Pololikashvili, framkvæmdastjóri UNTWO, segir tölurnar sýna fram á mikilvægi þess að koma ferðamennsku aftur af stöð um leið og það verður öruggt. „Gríðarlegt hrun í alþjóðlegri ferðamennsku setur lífsviðurværi margra milljóna í hættu, þar á meðal í þróunarríkjum,“ segir hann. Vart hefur orðið við bakslag í glímunni við faraldurinn sum staðar þar sem slakað hefur verið á höftum. Þannig settu bresk stjórnvöld Spán skyndilega aftur á lista yfir hættusvæði vegna faraldursins á sunnudag vegna fjölgunar smita á sumum svæðum þar í landi. Spænsk stjórnvöld hafa mótmælt því að ferðalangar sem koma til Bretlands frá Spáni þurfi nú að fara í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Tengdar fréttir Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45 Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. 28. júlí 2020 07:45
Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. 27. júlí 2020 11:11
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent