Tap Icelandair Group nam 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Andri Eysteinsson skrifar 27. júlí 2020 17:29 Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna Vísir/Vilhelm Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs félagsins sem birt var í kauphöll nú rétt eftir klukkan 17. Ljóst er að faraldur kórónuveirunnar spilaði stórt hlutverk í rekstri félagsins á tímabilinu en einskiptiskostnaður vegna hennar nam 5,9 milljörðum króna í öðrum ársfjórðungi ársins og á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann 30,3 milljörðum króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir að tekur hafi dregist saman um 85% en með útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks hafi verið hægt að tvöfalda flugtíma í fraktflugi og auka tekjur frá fraktflutningum og leiguflugi. Greint er frá því í tilkynningu félagsins að flugtímar í fraktflugi hafi tvöfaldast en á sama tíma dróst framboð í farþegaflugi saman um 97% og farþegum fækkaði um 98%. „Eins og í flugheiminum öllum, hafði COVID-19 heimsfaraldurinn gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group. Þrátt fyrir að flug hafi legið nánast alveg niðri, eða einungis þrjú prósent flugáætlunar okkar verið starfrækt, lögðum við höfuðáherslu á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu fyrir farþega og frakt, bæði til Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Félagið hafi þurft að gríða til erfiðra aðgerða í fjórðungnum sem fólu í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu hefur staðið yfir undanfarið, líkt og greint hefur verið frá, og stefnir félagið á að ljúka samkomulagi við hagaðila á næstu dögum og hefja hlutafjárútboð í næsta mánuði. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjárstaða félagsins nam þá 21,3 milljörðum króna á sama tíma. „Við leggjum nú allt kapp á að koma félaginu í gegnum þessar krefjandi aðstæður með því að nýta þann sveigjanleika sem við búum yfir til að bregðast hratt við breytingum á markaði á hverjum tíma. Á sama tíma vinnum við hörðum höndum að því að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og tryggja samkeppnishæfni þess til framtíðar,“ segir Bogi sem kveðst þakklátur starfsfólki félagsins og þá sérstaklega flugstéttunum sem hafa samið um kjarasamninga í sumar. „Ég er sannfærður um að viðskiptamódel Icelandair Group, sem hefur sannað gildi sitt í áranna rás, muni stuðla að framtíðartækifærum fyrir félagið og áfram gegna lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group. Icelandair Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Tap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 12,3 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs félagsins sem birt var í kauphöll nú rétt eftir klukkan 17. Ljóst er að faraldur kórónuveirunnar spilaði stórt hlutverk í rekstri félagsins á tímabilinu en einskiptiskostnaður vegna hennar nam 5,9 milljörðum króna í öðrum ársfjórðungi ársins og á fyrstu sex mánuðum ársins nam hann 30,3 milljörðum króna. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir að tekur hafi dregist saman um 85% en með útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks hafi verið hægt að tvöfalda flugtíma í fraktflugi og auka tekjur frá fraktflutningum og leiguflugi. Greint er frá því í tilkynningu félagsins að flugtímar í fraktflugi hafi tvöfaldast en á sama tíma dróst framboð í farþegaflugi saman um 97% og farþegum fækkaði um 98%. „Eins og í flugheiminum öllum, hafði COVID-19 heimsfaraldurinn gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group. Þrátt fyrir að flug hafi legið nánast alveg niðri, eða einungis þrjú prósent flugáætlunar okkar verið starfrækt, lögðum við höfuðáherslu á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu fyrir farþega og frakt, bæði til Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.Vísir/Vilhelm Félagið hafi þurft að gríða til erfiðra aðgerða í fjórðungnum sem fólu í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu hefur staðið yfir undanfarið, líkt og greint hefur verið frá, og stefnir félagið á að ljúka samkomulagi við hagaðila á næstu dögum og hefja hlutafjárútboð í næsta mánuði. Eigið fé félagsins nam 151,2 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjárstaða félagsins nam þá 21,3 milljörðum króna á sama tíma. „Við leggjum nú allt kapp á að koma félaginu í gegnum þessar krefjandi aðstæður með því að nýta þann sveigjanleika sem við búum yfir til að bregðast hratt við breytingum á markaði á hverjum tíma. Á sama tíma vinnum við hörðum höndum að því að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og tryggja samkeppnishæfni þess til framtíðar,“ segir Bogi sem kveðst þakklátur starfsfólki félagsins og þá sérstaklega flugstéttunum sem hafa samið um kjarasamninga í sumar. „Ég er sannfærður um að viðskiptamódel Icelandair Group, sem hefur sannað gildi sitt í áranna rás, muni stuðla að framtíðartækifærum fyrir félagið og áfram gegna lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.
Icelandair Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira