Sameinað sveitarfélag – lífsgæði og menntun Kristjana Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2020 08:36 Gott samfélag grundvallast af lífsgæðum og velferð íbúanna. Hvort tveggja er mikilvæg forsenda hamingju og þroska og lykillinn að því að mannauður geti dafnað og eflst. Öflugir og skapandi leik- og grunnskólar styrkja og bæta lífskjör einstaklinga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Slíkt menntakerfi er meðal þess sem gerir samfélag eftirsóknarvert til búsetu. Ábyrg og metnaðarfull menntastefna, sem unnin er í samstarfi við þá sem hlut eiga að máli leggur grunn að framsækinni menntastarfsemi fyrir börnin í sveitarfélaginu. Uppbyggilegt og metnaðarfullt starf í menntastofnunum er forsenda félagslegs réttlætis og jöfnuðar í samfélaginu. Þar eiga öll börn að geta notið sín, vaxið og dafnað. Mikilvægt er að tryggja börnum og foreldum í hinu nýja sveitarfélagi þá sérfræðiþjónustu sem nauðsynleg er. Það verður m.a. gert með endurskoðun á fyrirkomulagi þeirrar þjónustu þannig að fjármunir nýtist sem best. Þá er einnig mikilvægt að móttaka barna af erlendum uppruna sé með þeim hætti að bæði þau og fjölskyldur þeirra aðlagist samfélaginu eins og best verður á kosið og á sem þægilegastan hátt. Það er samfélagsleg skylda okkar að reyna að mæta nýbúum með opnum örmum, skilningi og án allra fordóma burtséð frá ólíkum bakgrunni, annarri menningu og tungumálafærni. Ef þessum málum er ekki sinnt og þau ekki tekin föstum tökum strax í upphafi er alltaf hætta á félagslegri einangrun þessara hópa. Það er hagur samfélagsins að allir, bæði stórir sem smáir geti dafnað og vaxið, finni fyrir öryggi og líði vel í sínu umhverfi. Þetta verður einungis gert með markvissum aðgerðum sem þegar hefur verið lagður grunnur að. Í hinu nýja víðáttumikla sveitarfélagi, er forgangsmál að efla til muna fjarkennslubúnað til að tryggja jafnvægi í kennslu þannig að nemendur, burtséð frá staðsetningu hafi framúrskarandi og óhindrað aðgengi að viðeigandi menntun og kennsluúrræðum. Því fylgir að tryggja hið fyrsta snjalltækjavæðingu menntastofnana og viðeigandi þjálfun starfsfólks. Án góðs starfsfólks virka innviðirnir ekki sem skyldi.Styðja þarf við starfsfólk leik- og grunnskóla og gera þeim kleift að vaxa og styrkjast í sínu starfi og stuðla þannig að frumkvæði, nýsköpun og starfsánægju. Með öflugu starfi mannauðsstjóra við hið nýja sameinaða sveitarfélag, er hægt að auka þjónustu við þennan mikilvæga hóp starfsmanna. Nauðsynlegt er að horfa til þess að íbúar sveitarfélagsins geti stundað framhaldsnám, þ.á m. háskólanám á sínu heimasvæði. Uppbygging háskólastarfs og símenntunar í sveitarfélaginu styrkir stöðu og lífskjör einstaklinga í sveitarfélaginu og stuðlar að því að fólk sjái tækifæri í því að setjast að á svæðinu og byggja upp sína framtíð. Með nýju öflugu sveitarfélagi aukast til muna möguleikar á uppbyggingu slíkrar starfsemi. Framtíð sveitarfélagsins, og landshlutans alls, felst í því að við hlúum vel að mennta- og fræðslumálum. Öflugt leik- og grunnskólastarf er lykillinn að því að hið nýja sameinaða sveitarfélag vaxi og dafni. Uppbygging þekkingarsamfélags á Austurlandi er lykilforsenda öflugs og blómlegs mannlífs. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Gott samfélag grundvallast af lífsgæðum og velferð íbúanna. Hvort tveggja er mikilvæg forsenda hamingju og þroska og lykillinn að því að mannauður geti dafnað og eflst. Öflugir og skapandi leik- og grunnskólar styrkja og bæta lífskjör einstaklinga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Slíkt menntakerfi er meðal þess sem gerir samfélag eftirsóknarvert til búsetu. Ábyrg og metnaðarfull menntastefna, sem unnin er í samstarfi við þá sem hlut eiga að máli leggur grunn að framsækinni menntastarfsemi fyrir börnin í sveitarfélaginu. Uppbyggilegt og metnaðarfullt starf í menntastofnunum er forsenda félagslegs réttlætis og jöfnuðar í samfélaginu. Þar eiga öll börn að geta notið sín, vaxið og dafnað. Mikilvægt er að tryggja börnum og foreldum í hinu nýja sveitarfélagi þá sérfræðiþjónustu sem nauðsynleg er. Það verður m.a. gert með endurskoðun á fyrirkomulagi þeirrar þjónustu þannig að fjármunir nýtist sem best. Þá er einnig mikilvægt að móttaka barna af erlendum uppruna sé með þeim hætti að bæði þau og fjölskyldur þeirra aðlagist samfélaginu eins og best verður á kosið og á sem þægilegastan hátt. Það er samfélagsleg skylda okkar að reyna að mæta nýbúum með opnum örmum, skilningi og án allra fordóma burtséð frá ólíkum bakgrunni, annarri menningu og tungumálafærni. Ef þessum málum er ekki sinnt og þau ekki tekin föstum tökum strax í upphafi er alltaf hætta á félagslegri einangrun þessara hópa. Það er hagur samfélagsins að allir, bæði stórir sem smáir geti dafnað og vaxið, finni fyrir öryggi og líði vel í sínu umhverfi. Þetta verður einungis gert með markvissum aðgerðum sem þegar hefur verið lagður grunnur að. Í hinu nýja víðáttumikla sveitarfélagi, er forgangsmál að efla til muna fjarkennslubúnað til að tryggja jafnvægi í kennslu þannig að nemendur, burtséð frá staðsetningu hafi framúrskarandi og óhindrað aðgengi að viðeigandi menntun og kennsluúrræðum. Því fylgir að tryggja hið fyrsta snjalltækjavæðingu menntastofnana og viðeigandi þjálfun starfsfólks. Án góðs starfsfólks virka innviðirnir ekki sem skyldi.Styðja þarf við starfsfólk leik- og grunnskóla og gera þeim kleift að vaxa og styrkjast í sínu starfi og stuðla þannig að frumkvæði, nýsköpun og starfsánægju. Með öflugu starfi mannauðsstjóra við hið nýja sameinaða sveitarfélag, er hægt að auka þjónustu við þennan mikilvæga hóp starfsmanna. Nauðsynlegt er að horfa til þess að íbúar sveitarfélagsins geti stundað framhaldsnám, þ.á m. háskólanám á sínu heimasvæði. Uppbygging háskólastarfs og símenntunar í sveitarfélaginu styrkir stöðu og lífskjör einstaklinga í sveitarfélaginu og stuðlar að því að fólk sjái tækifæri í því að setjast að á svæðinu og byggja upp sína framtíð. Með nýju öflugu sveitarfélagi aukast til muna möguleikar á uppbyggingu slíkrar starfsemi. Framtíð sveitarfélagsins, og landshlutans alls, felst í því að við hlúum vel að mennta- og fræðslumálum. Öflugt leik- og grunnskólastarf er lykillinn að því að hið nýja sameinaða sveitarfélag vaxi og dafni. Uppbygging þekkingarsamfélags á Austurlandi er lykilforsenda öflugs og blómlegs mannlífs. Höfundur er bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði og skipar 2. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun