Viðskipti erlent

Gullverð nær nýjum hæðum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Verð á gulli náði methæðum í morgun.
Verð á gulli náði methæðum í morgun. Vísir/Getty

Gullverð hefur snarhækkað síðustu daga. Í morgun náði það methæðum og stendur nú í 1.926 dollurum á hverja únsu, sem gera um 262 þúsund íslenskar krónur.

Á föstudaginn var eldra met, sem staðið hafði frá árinu 2011, slegið og í morgun hefur hækkunin haldið áfram.

Verð á gulli og silfri og öðrum góðmálmum hefur hækkað mikið undanfarið og eru þær hækkanir raktar til óvissu í heimsmálunum, spennunnar á milli Bandaríkjanna og Kína og ekki síst kórónuveirufaraldursins og efnahagskreppunnar sem hann hefur leitt af sér.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ISB
3,18
126
170.116
EIK
2,53
6
83.760
SKEL
2,42
2
34.100
SYN
1,83
5
20.798
SIMINN
1,1
27
657.281

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,28
64
51.800
FESTI
-0,98
7
158.352
ORIGO
-0,72
8
186.639
SJOVA
-0,29
16
32.568
VIS
-0,27
8
159.127
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.