Meira af gulum, rauðum og grænum ljósum borgarstjóra Vigdís Hauksdóttir skrifar 23. júlí 2020 14:00 Á fundi borgarráðs í dag, 23. júlí var nýr ólöglegur vinkill kynntur og samþykktur í ljósastýringarmálum Reykvíkinga. Hann var sá að óskað var eftir að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út í samstarfi við Vegagerðina kaup á búnaði til endurnýjunar á umferðarljósum 2020. Þetta er hreint með ólíkindum í ljósi forsögunnar. Staðan er þessi. Þann 11. október 2019 var útboð nr. 14356, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst. Þann 5. desember 2019, tók Reykjavíkurborg ákvörðun um að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, önnur dags. 27. desember 2019, sem lokið var með úrskurði þann 8. apríl sl., og hin dags. 27. nóvember 2019, sem enn er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Því er borið við að ljósabúnaðurinn sé orðinn gamall og úreltur sem er alveg hreint í hrópandi mótsögn við fyrra álit borgarstjóra og meirihlutans þegar tillaga Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu umferðarljósa í Reykjavík var felld. En mesta furðu vekur að farið er fram með nýtt útboð sama efnis og ekki hefur verið til lykta leitt hjá kærunefnd útboðsmála. Minnt er á að Reykjavíkurborg sjálf felldi niður útboðið og hafnaði öllum tilboðum. Þrátt fyrir samgöngusáttmála ríkisins við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um forgang ljósastýringar fer borgin fram með þessum hætti og tekur ekkert tillit til þessarar sameiginlegu ákvörðunar og skilnings að bíða eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðinu. Hér er bókun mín í málinu: „Hér er enn eitt drullumallið í útboðsmálum Reykjavíkur á dagskrá sem er hreint lögbrot. Hvers vegna er ekki beðið eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðisins sem stendur yfir? Þann 11. október 2019 var útboð, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst og 5. desember ákvað Reykjavíkurborg að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, annari var lokið með úrskurði þann 8. apríl sl., en hin er enn til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu segir: „.Meiri hlutinn tekur undir það sem kemur fram í nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (434. og 435. mál) um mikilvægi þess að greiningarvinna vegna útboðs á ljósastýringum gangi hratt og félagið setji slíkar framkvæmdir í forgang því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði. Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa. Ráðast þarf í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir í takt við markmið frumvarpsins.“ Þessi tillaga er klárt brot á samgöngusáttmálanum og lögum um útboðsmál.“ Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í dag, 23. júlí var nýr ólöglegur vinkill kynntur og samþykktur í ljósastýringarmálum Reykvíkinga. Hann var sá að óskað var eftir að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út í samstarfi við Vegagerðina kaup á búnaði til endurnýjunar á umferðarljósum 2020. Þetta er hreint með ólíkindum í ljósi forsögunnar. Staðan er þessi. Þann 11. október 2019 var útboð nr. 14356, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst. Þann 5. desember 2019, tók Reykjavíkurborg ákvörðun um að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, önnur dags. 27. desember 2019, sem lokið var með úrskurði þann 8. apríl sl., og hin dags. 27. nóvember 2019, sem enn er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Því er borið við að ljósabúnaðurinn sé orðinn gamall og úreltur sem er alveg hreint í hrópandi mótsögn við fyrra álit borgarstjóra og meirihlutans þegar tillaga Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu umferðarljósa í Reykjavík var felld. En mesta furðu vekur að farið er fram með nýtt útboð sama efnis og ekki hefur verið til lykta leitt hjá kærunefnd útboðsmála. Minnt er á að Reykjavíkurborg sjálf felldi niður útboðið og hafnaði öllum tilboðum. Þrátt fyrir samgöngusáttmála ríkisins við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um forgang ljósastýringar fer borgin fram með þessum hætti og tekur ekkert tillit til þessarar sameiginlegu ákvörðunar og skilnings að bíða eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðinu. Hér er bókun mín í málinu: „Hér er enn eitt drullumallið í útboðsmálum Reykjavíkur á dagskrá sem er hreint lögbrot. Hvers vegna er ekki beðið eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðisins sem stendur yfir? Þann 11. október 2019 var útboð, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst og 5. desember ákvað Reykjavíkurborg að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, annari var lokið með úrskurði þann 8. apríl sl., en hin er enn til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu segir: „.Meiri hlutinn tekur undir það sem kemur fram í nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (434. og 435. mál) um mikilvægi þess að greiningarvinna vegna útboðs á ljósastýringum gangi hratt og félagið setji slíkar framkvæmdir í forgang því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði. Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa. Ráðast þarf í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir í takt við markmið frumvarpsins.“ Þessi tillaga er klárt brot á samgöngusáttmálanum og lögum um útboðsmál.“ Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar