Meira af gulum, rauðum og grænum ljósum borgarstjóra Vigdís Hauksdóttir skrifar 23. júlí 2020 14:00 Á fundi borgarráðs í dag, 23. júlí var nýr ólöglegur vinkill kynntur og samþykktur í ljósastýringarmálum Reykvíkinga. Hann var sá að óskað var eftir að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út í samstarfi við Vegagerðina kaup á búnaði til endurnýjunar á umferðarljósum 2020. Þetta er hreint með ólíkindum í ljósi forsögunnar. Staðan er þessi. Þann 11. október 2019 var útboð nr. 14356, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst. Þann 5. desember 2019, tók Reykjavíkurborg ákvörðun um að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, önnur dags. 27. desember 2019, sem lokið var með úrskurði þann 8. apríl sl., og hin dags. 27. nóvember 2019, sem enn er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Því er borið við að ljósabúnaðurinn sé orðinn gamall og úreltur sem er alveg hreint í hrópandi mótsögn við fyrra álit borgarstjóra og meirihlutans þegar tillaga Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu umferðarljósa í Reykjavík var felld. En mesta furðu vekur að farið er fram með nýtt útboð sama efnis og ekki hefur verið til lykta leitt hjá kærunefnd útboðsmála. Minnt er á að Reykjavíkurborg sjálf felldi niður útboðið og hafnaði öllum tilboðum. Þrátt fyrir samgöngusáttmála ríkisins við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um forgang ljósastýringar fer borgin fram með þessum hætti og tekur ekkert tillit til þessarar sameiginlegu ákvörðunar og skilnings að bíða eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðinu. Hér er bókun mín í málinu: „Hér er enn eitt drullumallið í útboðsmálum Reykjavíkur á dagskrá sem er hreint lögbrot. Hvers vegna er ekki beðið eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðisins sem stendur yfir? Þann 11. október 2019 var útboð, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst og 5. desember ákvað Reykjavíkurborg að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, annari var lokið með úrskurði þann 8. apríl sl., en hin er enn til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu segir: „.Meiri hlutinn tekur undir það sem kemur fram í nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (434. og 435. mál) um mikilvægi þess að greiningarvinna vegna útboðs á ljósastýringum gangi hratt og félagið setji slíkar framkvæmdir í forgang því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði. Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa. Ráðast þarf í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir í takt við markmið frumvarpsins.“ Þessi tillaga er klárt brot á samgöngusáttmálanum og lögum um útboðsmál.“ Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í dag, 23. júlí var nýr ólöglegur vinkill kynntur og samþykktur í ljósastýringarmálum Reykvíkinga. Hann var sá að óskað var eftir að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út í samstarfi við Vegagerðina kaup á búnaði til endurnýjunar á umferðarljósum 2020. Þetta er hreint með ólíkindum í ljósi forsögunnar. Staðan er þessi. Þann 11. október 2019 var útboð nr. 14356, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst. Þann 5. desember 2019, tók Reykjavíkurborg ákvörðun um að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, önnur dags. 27. desember 2019, sem lokið var með úrskurði þann 8. apríl sl., og hin dags. 27. nóvember 2019, sem enn er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Því er borið við að ljósabúnaðurinn sé orðinn gamall og úreltur sem er alveg hreint í hrópandi mótsögn við fyrra álit borgarstjóra og meirihlutans þegar tillaga Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu umferðarljósa í Reykjavík var felld. En mesta furðu vekur að farið er fram með nýtt útboð sama efnis og ekki hefur verið til lykta leitt hjá kærunefnd útboðsmála. Minnt er á að Reykjavíkurborg sjálf felldi niður útboðið og hafnaði öllum tilboðum. Þrátt fyrir samgöngusáttmála ríkisins við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um forgang ljósastýringar fer borgin fram með þessum hætti og tekur ekkert tillit til þessarar sameiginlegu ákvörðunar og skilnings að bíða eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðinu. Hér er bókun mín í málinu: „Hér er enn eitt drullumallið í útboðsmálum Reykjavíkur á dagskrá sem er hreint lögbrot. Hvers vegna er ekki beðið eftir þarfagreiningu á ljósastýringarmálum höfuðborgarsvæðisins sem stendur yfir? Þann 11. október 2019 var útboð, rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa, auglýst og 5. desember ákvað Reykjavíkurborg að fella niður útboðið og hafna öllum tilboðum. Tvær kærur bárust vegna útboðsins, annari var lokið með úrskurði þann 8. apríl sl., en hin er enn til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Í framhaldsnefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu segir: „.Meiri hlutinn tekur undir það sem kemur fram í nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar (434. og 435. mál) um mikilvægi þess að greiningarvinna vegna útboðs á ljósastýringum gangi hratt og félagið setji slíkar framkvæmdir í forgang því að slík umferðarstýring hefur veruleg áhrif á umferðarflæði með hlutfallslega litlum tilkostnaði. Bætt umferðarstýring með endurbættri umferðarljósastýringu er ein hagkvæmasta framkvæmdin sem ætlunin er að ráðast í og nauðsynlegt að forgangsraðað verði fyrir því verkefni strax og félagið tekur til starfa. Ráðast þarf í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir í takt við markmið frumvarpsins.“ Þessi tillaga er klárt brot á samgöngusáttmálanum og lögum um útboðsmál.“ Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar