Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2020 12:44 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. stöð 2 Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. Þrátt fyrir ágalla í upphafi er það hans mat að stjórnvöldum hafi tekist að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Íslendingar njóti þess að jafnframt að hafa haft dýpri vasa en mörg þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Því sé þó ekki að neita að atvinnulífið hafi fengið harðan skell að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna. Nú sé hins vegar aðeins farið að birta til í þeim efnum, „eins langt og það nær,“ segir Jón Bjarki og vísar þar til þess að ferðamenn séu farnir að koma aftur til landsins - en þó ennþá í minna mæli en fyrir faraldurinn. Ferðaviljinn sé að farinn að glæðast aftur meðal þjóða sem hefur gengið vel í baráttunni við veiruna og nefnir Jón Bjarki Þýskaland í því samhengi. Ekki þurfa „mikla breytingu í stemmningunni“ hjá 80 milljóna manna þjóð svo að það hefði teljandi áhrif á ferðamannageirann á Íslandi. Aðspurður hvað honum þyki um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar segir Jón Bjarki það hafa verið mikilvægt hversu hratt var ráðist í þær - „því skellurinn kom svo snöggt.“ Því sé þó ekki að neita að ýmsir ágallar hafi verið á aðgerðunum; gagnrýni á hlutabótaleiðina, stuðning við uppsagnir starfsfólks og brúarlán hefur verið fyrirferðamest. Jón Bjarki segir að slíkt hökt við upphaf aðgerða sé ekki bundið við Ísland. Fleiri þjóðir hafi rekið sig á ágalla þegar þær þurftu að grípa til stórra aðgerða á skömmum tíma. Íslenskum stjórnvöldum hafi þó heilt yfir tekist ágætlega að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Njóti ávaxta hlutabótaleiðarinnar Hann nefnir sérstaklega hlutabótaleiðina og segir landsmenn njóta ávaxta af henni núna. Heimilin séu „flest hver ekki farin að finna að miklu marki fyrir tekjuskerðingu“ því úrræðið hafi brúað bilið hjá þeim sem hefðu annars misst vinnuna og tekjur. Fleiri fyrirtæki hefðu jafnframt þurft að loka hefði hlutabótarleiðarinnar ekki notið við að mati Jóns Bjarka, með tilheyrandi uppsögnum. Hann segir að sem „betur fer“ hafi stjórnvöld verið með töluvert dýpri vasa við upphaf faraldursins en mörg lönd í kringum okkur. Það sé dýrt að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir - og „hér er verið að auka ríkisskuldir umtalsvert en sem betur fer í magni eða upphæðum sem eru viðráðanlegar,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki geti hið opinbera nú fjármagnað sig með lánsfé á áður óþekktum kjörum. Sterkari undirstöður hafi gert Íslendingum kleift að verja mannauð og fjármununum í yfirstandandi þrengingar - „án þess að steypa okkur í veruleg langtímavandræði.“ Viðtal Bítisins við Jón Bjarka má heyra í heild hér að ofan. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. Þrátt fyrir ágalla í upphafi er það hans mat að stjórnvöldum hafi tekist að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Íslendingar njóti þess að jafnframt að hafa haft dýpri vasa en mörg þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Því sé þó ekki að neita að atvinnulífið hafi fengið harðan skell að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna. Nú sé hins vegar aðeins farið að birta til í þeim efnum, „eins langt og það nær,“ segir Jón Bjarki og vísar þar til þess að ferðamenn séu farnir að koma aftur til landsins - en þó ennþá í minna mæli en fyrir faraldurinn. Ferðaviljinn sé að farinn að glæðast aftur meðal þjóða sem hefur gengið vel í baráttunni við veiruna og nefnir Jón Bjarki Þýskaland í því samhengi. Ekki þurfa „mikla breytingu í stemmningunni“ hjá 80 milljóna manna þjóð svo að það hefði teljandi áhrif á ferðamannageirann á Íslandi. Aðspurður hvað honum þyki um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar segir Jón Bjarki það hafa verið mikilvægt hversu hratt var ráðist í þær - „því skellurinn kom svo snöggt.“ Því sé þó ekki að neita að ýmsir ágallar hafi verið á aðgerðunum; gagnrýni á hlutabótaleiðina, stuðning við uppsagnir starfsfólks og brúarlán hefur verið fyrirferðamest. Jón Bjarki segir að slíkt hökt við upphaf aðgerða sé ekki bundið við Ísland. Fleiri þjóðir hafi rekið sig á ágalla þegar þær þurftu að grípa til stórra aðgerða á skömmum tíma. Íslenskum stjórnvöldum hafi þó heilt yfir tekist ágætlega að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Njóti ávaxta hlutabótaleiðarinnar Hann nefnir sérstaklega hlutabótaleiðina og segir landsmenn njóta ávaxta af henni núna. Heimilin séu „flest hver ekki farin að finna að miklu marki fyrir tekjuskerðingu“ því úrræðið hafi brúað bilið hjá þeim sem hefðu annars misst vinnuna og tekjur. Fleiri fyrirtæki hefðu jafnframt þurft að loka hefði hlutabótarleiðarinnar ekki notið við að mati Jóns Bjarka, með tilheyrandi uppsögnum. Hann segir að sem „betur fer“ hafi stjórnvöld verið með töluvert dýpri vasa við upphaf faraldursins en mörg lönd í kringum okkur. Það sé dýrt að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir - og „hér er verið að auka ríkisskuldir umtalsvert en sem betur fer í magni eða upphæðum sem eru viðráðanlegar,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki geti hið opinbera nú fjármagnað sig með lánsfé á áður óþekktum kjörum. Sterkari undirstöður hafi gert Íslendingum kleift að verja mannauð og fjármununum í yfirstandandi þrengingar - „án þess að steypa okkur í veruleg langtímavandræði.“ Viðtal Bítisins við Jón Bjarka má heyra í heild hér að ofan.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira