Hvað með hreindýrin? Svanur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2020 15:59 Það var á fundi fyrir vestan sem einn fiskifræðingur var að útskýra stofnstærðarfræðin fyrir fundarmönnum. Taldi hann upp hvað væri rannsakað og helstu þætti sem ákveða stofnstærð. Kallaði þá einn fundarmanna „en hvað með hreindýrin“. Hrökk fiskifræðingurinn við en hélt þó áfram. Útskýrði hann sónarmælingar og þéttleikarannsóknir með veiðum og aftur var kallað „en hvað með hreindýrin“. Ekki svaraði fiskifræðingurinn og hélt áfram að útskýra hvernig fræðin gátu reiknað út hvað margir fiskar væru í sjónum við Ísland. Þá kallaði fundarmaður enn hærra „en hvað með hreindýrin“. Þá gafst fiskifræðingurinn upp og kallaði til baka „hvað ert þú alltaf að æpa þarna kall, hvað koma hreindýr þessu máli við. “ Jú, svaraði hann, „þeir hafa verið að leita að hreindýrum þarna fyrir austan og finna ekki helminginn af dýrunum. Þeir leita með flugvélum og þyrlum og allt er þetta á einum fleti milli tveggja áa fyrir austan en þeir fundu þau samt ekki. Og svo komu þau einn daginn hlaupandi yfir hæðina. En þú segist geta sagt okkur hvað margir fiskar eru í sjónum hringinn í kringum landið út á 200 mílur og niður á botn.“ Það er staðreynd að fiskifræðin er ung atvinnugrein en við hér á landi og þau lönd sem liggja að Norður-Atlantshafi eru framarlega í fiskirannsóknum og vistkerfisvísindum. Samstarf landanna er mikilvægt og gríðarlega mikið hafsvæði sem þarf að rannsaka. Straumar, selta, hiti, dýrasvif, sýrustig, blómgun og margt, margt fleira þarf að kann svo einhver vitneskja fáist um hvað er að gerast í hafinu sem okkur er svo nauðsynlegt til framfærslu hér á landi. Hafrannsóknir og grunnrannsóknir á hafinu hafa verið ein af okkar sterku stoðum undir sjávarútveginn en það er með það eins og annað, þeim þarf að sinna. Leggja þarf áherslu á þá grunnþætti sem að hafinu snúa og mun meir en nú er gert. Það væri til bóta ef fleiri fengu að vinna með gögn Hafrannsóknarstofnunar. Háskólasamfélagið hefur óskað eftir að vinna með gögnin en ekki fengið. Við erum að fá inn menntað fólk sem hefur unnið við gervigreind og talnaúrvinnslur með nýrri tækni sem gæti hugsanlega fundið nýja nálgun úr þeim gögnum sem fyrir liggja, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og útgerðinni. En það er ljóst að við þurfum líka að auka grunnrannsóknir og efla Hafrannsóknarstofnun. Það er auðvelt að setja útá tillögur Hafrannsóknarstofnunar á hverju ári um hvað megi veiða af hverri fisktegund en staðreyndin er sú að rannsóknir og úrvinnsla Hafró eru þær einu sem við höfum í höndunum. Sögulega séð höfum við oft veitt meira af þorski en nú er gert en við megum ekki taka áhættuna á að veiða meira, svo ekki verði hrun í stofninum. Við myndum sjá það fljótt ef helmingur hreindýra myndi falla að vetri þótt það geti verið vandasamt að telja þau, þó á landi sé. Við getum því með nokkuð mikilli nákvæmni sagt til um hvað megi taka úr þeim stofni. En fiskistofnanna í hafinu umhverfis landið er töluvert flóknara að meta. Ef taldir eru starfsmenn sem skráðir eru á þessum tveim stofnunum, sem sjá um landið og hreindýrin, eða Umhverfisstofnun þá eru þar 154 starfsmenn. Hjá Hafrannsóknarstofnun eru 181 starfsmenn. Vissulega gera þeir fleira hjá Umhverfisstofnun en að telja hreindýr en áherslurnar sjást berlega við samanburð á þessum tveim stofnunum. Sá árangur sem við höfum náð með auðlindastýringu er mikilvægur og sú tækni sem við höfum komið okkur upp við veiðar og vinnslu okkar helstu nytjastofna er til fyrirmyndar en við höfum dregið saman og minnkað áhersluna á hafrannsóknir. Það þarf að laga. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það var á fundi fyrir vestan sem einn fiskifræðingur var að útskýra stofnstærðarfræðin fyrir fundarmönnum. Taldi hann upp hvað væri rannsakað og helstu þætti sem ákveða stofnstærð. Kallaði þá einn fundarmanna „en hvað með hreindýrin“. Hrökk fiskifræðingurinn við en hélt þó áfram. Útskýrði hann sónarmælingar og þéttleikarannsóknir með veiðum og aftur var kallað „en hvað með hreindýrin“. Ekki svaraði fiskifræðingurinn og hélt áfram að útskýra hvernig fræðin gátu reiknað út hvað margir fiskar væru í sjónum við Ísland. Þá kallaði fundarmaður enn hærra „en hvað með hreindýrin“. Þá gafst fiskifræðingurinn upp og kallaði til baka „hvað ert þú alltaf að æpa þarna kall, hvað koma hreindýr þessu máli við. “ Jú, svaraði hann, „þeir hafa verið að leita að hreindýrum þarna fyrir austan og finna ekki helminginn af dýrunum. Þeir leita með flugvélum og þyrlum og allt er þetta á einum fleti milli tveggja áa fyrir austan en þeir fundu þau samt ekki. Og svo komu þau einn daginn hlaupandi yfir hæðina. En þú segist geta sagt okkur hvað margir fiskar eru í sjónum hringinn í kringum landið út á 200 mílur og niður á botn.“ Það er staðreynd að fiskifræðin er ung atvinnugrein en við hér á landi og þau lönd sem liggja að Norður-Atlantshafi eru framarlega í fiskirannsóknum og vistkerfisvísindum. Samstarf landanna er mikilvægt og gríðarlega mikið hafsvæði sem þarf að rannsaka. Straumar, selta, hiti, dýrasvif, sýrustig, blómgun og margt, margt fleira þarf að kann svo einhver vitneskja fáist um hvað er að gerast í hafinu sem okkur er svo nauðsynlegt til framfærslu hér á landi. Hafrannsóknir og grunnrannsóknir á hafinu hafa verið ein af okkar sterku stoðum undir sjávarútveginn en það er með það eins og annað, þeim þarf að sinna. Leggja þarf áherslu á þá grunnþætti sem að hafinu snúa og mun meir en nú er gert. Það væri til bóta ef fleiri fengu að vinna með gögn Hafrannsóknarstofnunar. Háskólasamfélagið hefur óskað eftir að vinna með gögnin en ekki fengið. Við erum að fá inn menntað fólk sem hefur unnið við gervigreind og talnaúrvinnslur með nýrri tækni sem gæti hugsanlega fundið nýja nálgun úr þeim gögnum sem fyrir liggja, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og útgerðinni. En það er ljóst að við þurfum líka að auka grunnrannsóknir og efla Hafrannsóknarstofnun. Það er auðvelt að setja útá tillögur Hafrannsóknarstofnunar á hverju ári um hvað megi veiða af hverri fisktegund en staðreyndin er sú að rannsóknir og úrvinnsla Hafró eru þær einu sem við höfum í höndunum. Sögulega séð höfum við oft veitt meira af þorski en nú er gert en við megum ekki taka áhættuna á að veiða meira, svo ekki verði hrun í stofninum. Við myndum sjá það fljótt ef helmingur hreindýra myndi falla að vetri þótt það geti verið vandasamt að telja þau, þó á landi sé. Við getum því með nokkuð mikilli nákvæmni sagt til um hvað megi taka úr þeim stofni. En fiskistofnanna í hafinu umhverfis landið er töluvert flóknara að meta. Ef taldir eru starfsmenn sem skráðir eru á þessum tveim stofnunum, sem sjá um landið og hreindýrin, eða Umhverfisstofnun þá eru þar 154 starfsmenn. Hjá Hafrannsóknarstofnun eru 181 starfsmenn. Vissulega gera þeir fleira hjá Umhverfisstofnun en að telja hreindýr en áherslurnar sjást berlega við samanburð á þessum tveim stofnunum. Sá árangur sem við höfum náð með auðlindastýringu er mikilvægur og sú tækni sem við höfum komið okkur upp við veiðar og vinnslu okkar helstu nytjastofna er til fyrirmyndar en við höfum dregið saman og minnkað áhersluna á hafrannsóknir. Það þarf að laga. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar