Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2020 10:30 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. Það var áfall að fá greininguna – enda mikil óvissa á þessum tíma. Lítið var vitað um þróun sjúkdómsins eða áhrif og það var bara tekinn einn dagur í einu. Við sem veiktumst vorum undir vökulu eftirliti lækna og hjúkrunarfræðinga. Göngudeild Covid var virk og símhringingarnar margar. Einkenni voru rædd allavega annan hvern dag og svo metið út frá því hvenær möguleiki væri á að losna úr einangrun. Einkennalaus í sjö daga er setning sem var hamrað á og ef það kom niðursveifla þá hringdu læknarnir oftar – eftirlitið var gott. Þó breyttust ráðleggingar oft á milli daga – því allir voru að læra jafnóðum. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk. Þegar kom að útskrift hjá mér, eftir 26 daga í einangrun, hringdi læknir í mig til að fara yfir stöðuna. Hún sagði mér að ég myndi útskrifast daginn eftir. Ég vissi það svo sem og var búin að undirbúa börnin mín – en hún sagði mér svo í kjölfarið að ég mætti ekki hitta yngstu dóttur mína í 14 daga til viðbótar. Því hún er í áhættuhópi. Ég hrundi – grét með ekkasogum svo ég kom ekki upp orði. Læknirinn lagði sig alla fram við að hugga mig. Sagðist ætla að skoða þetta betur – heyra betur í mér. Daginn eftir tók ég við þremur símtölum. Einu frá lækni, öðru frá hjúkrunarfræðingi og þriðja frá sálfræðingi – því þannig var þetta í einangruninni – ef líðanin, andlega eða líkamlega, breyttist þá var brugðist við. Núna eru rúmir 90 dagar síðan ég útskrifaðist og byrjaði að upplifa eftirköst veirunnar og í dag er ég aðeins 85% af þeirri manneskju sem ég var áður en hún festi sig í líkamanum mínum. Ég er þreytt og þreklaus, ég er með talsvert meiri einbeitingarskort en áður, líkaminn safnar bjúg – sem gerðist aldrei áður og ég fæ hjartsláttatruflanir reglulega. Daglega les ég fréttir um mögulegar afleiðingar veirunnar, möguleikann á því að ég verði aldrei aftur söm, möguleikana á að ég gæti fengið blóðtappa, heilablóðfall, nýrnabilun eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég veiktist hinsvegar ekki mikið – ég er mun veikari í eftirköstunum. En núna er engin eftirfylgni – enginn sem passar upp á okkur sem sitjum uppi með eftirköstin og lesum fréttir um mögulegar afleiðingar þeirra. Enginn sem heldur utan um andlega heilsu okkar og fræðir okkur um málið. Auðvitað á að fjalla um öll mál og allar hliðar. Þegar faraldurinn stóð sem hæst stóðu fyrrum kollegar mínir vaktina með prýði og yfirvegun. Það væri því fallegt, af virðingu við okkur – sem enn glímum við eftirköstin, að vanda fréttaflutning jafn mikið núna og ekki bara henda fram öllum þeim hugmyndum og greinum sem birtast um möguleg eða líkleg áhrif veirunnar sem stórfrétt eða staðreynd. Því við erum fólk sem fengum hana, fólk sem lifir í ótta um að hún geti jafnvel enn dregið okkur til dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. Það var áfall að fá greininguna – enda mikil óvissa á þessum tíma. Lítið var vitað um þróun sjúkdómsins eða áhrif og það var bara tekinn einn dagur í einu. Við sem veiktumst vorum undir vökulu eftirliti lækna og hjúkrunarfræðinga. Göngudeild Covid var virk og símhringingarnar margar. Einkenni voru rædd allavega annan hvern dag og svo metið út frá því hvenær möguleiki væri á að losna úr einangrun. Einkennalaus í sjö daga er setning sem var hamrað á og ef það kom niðursveifla þá hringdu læknarnir oftar – eftirlitið var gott. Þó breyttust ráðleggingar oft á milli daga – því allir voru að læra jafnóðum. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk. Þegar kom að útskrift hjá mér, eftir 26 daga í einangrun, hringdi læknir í mig til að fara yfir stöðuna. Hún sagði mér að ég myndi útskrifast daginn eftir. Ég vissi það svo sem og var búin að undirbúa börnin mín – en hún sagði mér svo í kjölfarið að ég mætti ekki hitta yngstu dóttur mína í 14 daga til viðbótar. Því hún er í áhættuhópi. Ég hrundi – grét með ekkasogum svo ég kom ekki upp orði. Læknirinn lagði sig alla fram við að hugga mig. Sagðist ætla að skoða þetta betur – heyra betur í mér. Daginn eftir tók ég við þremur símtölum. Einu frá lækni, öðru frá hjúkrunarfræðingi og þriðja frá sálfræðingi – því þannig var þetta í einangruninni – ef líðanin, andlega eða líkamlega, breyttist þá var brugðist við. Núna eru rúmir 90 dagar síðan ég útskrifaðist og byrjaði að upplifa eftirköst veirunnar og í dag er ég aðeins 85% af þeirri manneskju sem ég var áður en hún festi sig í líkamanum mínum. Ég er þreytt og þreklaus, ég er með talsvert meiri einbeitingarskort en áður, líkaminn safnar bjúg – sem gerðist aldrei áður og ég fæ hjartsláttatruflanir reglulega. Daglega les ég fréttir um mögulegar afleiðingar veirunnar, möguleikann á því að ég verði aldrei aftur söm, möguleikana á að ég gæti fengið blóðtappa, heilablóðfall, nýrnabilun eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég veiktist hinsvegar ekki mikið – ég er mun veikari í eftirköstunum. En núna er engin eftirfylgni – enginn sem passar upp á okkur sem sitjum uppi með eftirköstin og lesum fréttir um mögulegar afleiðingar þeirra. Enginn sem heldur utan um andlega heilsu okkar og fræðir okkur um málið. Auðvitað á að fjalla um öll mál og allar hliðar. Þegar faraldurinn stóð sem hæst stóðu fyrrum kollegar mínir vaktina með prýði og yfirvegun. Það væri því fallegt, af virðingu við okkur – sem enn glímum við eftirköstin, að vanda fréttaflutning jafn mikið núna og ekki bara henda fram öllum þeim hugmyndum og greinum sem birtast um möguleg eða líkleg áhrif veirunnar sem stórfrétt eða staðreynd. Því við erum fólk sem fengum hana, fólk sem lifir í ótta um að hún geti jafnvel enn dregið okkur til dauða.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar