Vöndum fréttaflutning um langtímaáhrif Covid-19 Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2020 10:30 Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. Það var áfall að fá greininguna – enda mikil óvissa á þessum tíma. Lítið var vitað um þróun sjúkdómsins eða áhrif og það var bara tekinn einn dagur í einu. Við sem veiktumst vorum undir vökulu eftirliti lækna og hjúkrunarfræðinga. Göngudeild Covid var virk og símhringingarnar margar. Einkenni voru rædd allavega annan hvern dag og svo metið út frá því hvenær möguleiki væri á að losna úr einangrun. Einkennalaus í sjö daga er setning sem var hamrað á og ef það kom niðursveifla þá hringdu læknarnir oftar – eftirlitið var gott. Þó breyttust ráðleggingar oft á milli daga – því allir voru að læra jafnóðum. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk. Þegar kom að útskrift hjá mér, eftir 26 daga í einangrun, hringdi læknir í mig til að fara yfir stöðuna. Hún sagði mér að ég myndi útskrifast daginn eftir. Ég vissi það svo sem og var búin að undirbúa börnin mín – en hún sagði mér svo í kjölfarið að ég mætti ekki hitta yngstu dóttur mína í 14 daga til viðbótar. Því hún er í áhættuhópi. Ég hrundi – grét með ekkasogum svo ég kom ekki upp orði. Læknirinn lagði sig alla fram við að hugga mig. Sagðist ætla að skoða þetta betur – heyra betur í mér. Daginn eftir tók ég við þremur símtölum. Einu frá lækni, öðru frá hjúkrunarfræðingi og þriðja frá sálfræðingi – því þannig var þetta í einangruninni – ef líðanin, andlega eða líkamlega, breyttist þá var brugðist við. Núna eru rúmir 90 dagar síðan ég útskrifaðist og byrjaði að upplifa eftirköst veirunnar og í dag er ég aðeins 85% af þeirri manneskju sem ég var áður en hún festi sig í líkamanum mínum. Ég er þreytt og þreklaus, ég er með talsvert meiri einbeitingarskort en áður, líkaminn safnar bjúg – sem gerðist aldrei áður og ég fæ hjartsláttatruflanir reglulega. Daglega les ég fréttir um mögulegar afleiðingar veirunnar, möguleikann á því að ég verði aldrei aftur söm, möguleikana á að ég gæti fengið blóðtappa, heilablóðfall, nýrnabilun eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég veiktist hinsvegar ekki mikið – ég er mun veikari í eftirköstunum. En núna er engin eftirfylgni – enginn sem passar upp á okkur sem sitjum uppi með eftirköstin og lesum fréttir um mögulegar afleiðingar þeirra. Enginn sem heldur utan um andlega heilsu okkar og fræðir okkur um málið. Auðvitað á að fjalla um öll mál og allar hliðar. Þegar faraldurinn stóð sem hæst stóðu fyrrum kollegar mínir vaktina með prýði og yfirvegun. Það væri því fallegt, af virðingu við okkur – sem enn glímum við eftirköstin, að vanda fréttaflutning jafn mikið núna og ekki bara henda fram öllum þeim hugmyndum og greinum sem birtast um möguleg eða líkleg áhrif veirunnar sem stórfrétt eða staðreynd. Því við erum fólk sem fengum hana, fólk sem lifir í ótta um að hún geti jafnvel enn dregið okkur til dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra Íslendinga sem fékk Covid-19. Ég fór í sóttkví um miðjan mars og greindist svo í kjölfarið. Það var áfall að fá greininguna – enda mikil óvissa á þessum tíma. Lítið var vitað um þróun sjúkdómsins eða áhrif og það var bara tekinn einn dagur í einu. Við sem veiktumst vorum undir vökulu eftirliti lækna og hjúkrunarfræðinga. Göngudeild Covid var virk og símhringingarnar margar. Einkenni voru rædd allavega annan hvern dag og svo metið út frá því hvenær möguleiki væri á að losna úr einangrun. Einkennalaus í sjö daga er setning sem var hamrað á og ef það kom niðursveifla þá hringdu læknarnir oftar – eftirlitið var gott. Þó breyttust ráðleggingar oft á milli daga – því allir voru að læra jafnóðum. Sjúklingar og heilbrigðisstarfsfólk. Þegar kom að útskrift hjá mér, eftir 26 daga í einangrun, hringdi læknir í mig til að fara yfir stöðuna. Hún sagði mér að ég myndi útskrifast daginn eftir. Ég vissi það svo sem og var búin að undirbúa börnin mín – en hún sagði mér svo í kjölfarið að ég mætti ekki hitta yngstu dóttur mína í 14 daga til viðbótar. Því hún er í áhættuhópi. Ég hrundi – grét með ekkasogum svo ég kom ekki upp orði. Læknirinn lagði sig alla fram við að hugga mig. Sagðist ætla að skoða þetta betur – heyra betur í mér. Daginn eftir tók ég við þremur símtölum. Einu frá lækni, öðru frá hjúkrunarfræðingi og þriðja frá sálfræðingi – því þannig var þetta í einangruninni – ef líðanin, andlega eða líkamlega, breyttist þá var brugðist við. Núna eru rúmir 90 dagar síðan ég útskrifaðist og byrjaði að upplifa eftirköst veirunnar og í dag er ég aðeins 85% af þeirri manneskju sem ég var áður en hún festi sig í líkamanum mínum. Ég er þreytt og þreklaus, ég er með talsvert meiri einbeitingarskort en áður, líkaminn safnar bjúg – sem gerðist aldrei áður og ég fæ hjartsláttatruflanir reglulega. Daglega les ég fréttir um mögulegar afleiðingar veirunnar, möguleikann á því að ég verði aldrei aftur söm, möguleikana á að ég gæti fengið blóðtappa, heilablóðfall, nýrnabilun eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég veiktist hinsvegar ekki mikið – ég er mun veikari í eftirköstunum. En núna er engin eftirfylgni – enginn sem passar upp á okkur sem sitjum uppi með eftirköstin og lesum fréttir um mögulegar afleiðingar þeirra. Enginn sem heldur utan um andlega heilsu okkar og fræðir okkur um málið. Auðvitað á að fjalla um öll mál og allar hliðar. Þegar faraldurinn stóð sem hæst stóðu fyrrum kollegar mínir vaktina með prýði og yfirvegun. Það væri því fallegt, af virðingu við okkur – sem enn glímum við eftirköstin, að vanda fréttaflutning jafn mikið núna og ekki bara henda fram öllum þeim hugmyndum og greinum sem birtast um möguleg eða líkleg áhrif veirunnar sem stórfrétt eða staðreynd. Því við erum fólk sem fengum hana, fólk sem lifir í ótta um að hún geti jafnvel enn dregið okkur til dauða.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar